Plastleikföng af ýmsum gerðum. Ljósmynd af PeakPx með leyfi til notkunar.
Núna í september ætla kennarar og börn í leikskólum bæjarins sérstaklega að beina sjónum sínum að plastnotkun og skoða hvort og hvernig hægt sé að draga úr henni. Horft verður á alla plastnotkun og velt upp hvort hægt sé að leysa hana með öðrum hætti.
Börn eru í eðli sínum lausnarmiðuð og áhugasöm um að hlúð sé að umhverfinu, það verður því skemmtilega að sjá hvað lausnir þau koma með. Þar verður haft að leiðarljósi að margt smátt gerir eitt stórt og að ekki þarf að bíða eftir stóru breytingunum til að geta fagna þeim smærri.
Í leikskólum Reykjanesbæjar er sjálfbærni og umhverfismennt ein af þeim lykilþáttum sem unnið er með allt árið um kring. Ávallt er verið að skoða með börnunum hvernig við getum gengið sem best um umhverfi okkar og skila því til komandi kynslóða í ekki lakara ástandi.