Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir forseti bæjarstjórnar, Valgerður Björk Pálsdóttir bæjarfulltrúi og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 skrifuðu undir samninginn í Fjörheimum í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning til handa nemendum og starfsfólki sveitarfélagsins sem starfa með börnum og ungmennum í sínu daglega skóla- íþrótta- og tómstundastarfi.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og samkvæmt hagsmunasamtökum hinsegin fólks hefur áreitni, hatursorðræða og ofbeldi í garð hinsegin fólks á Íslandi aukist undanfarin misseri. Mikilvægt er að bregðast við þessu með aukinni fræðslu og þar vill Reykjanesbær stíga nauðsynleg skref í takt við meginstef grunnstefnu og menntastefnu Reykjanesbæjar – Í krafti fjölbreytileikans, með því að efla fræðslu um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir forseti bæjarstjórnar, Valgerður Björk Pálsdóttir bæjarfulltrúi og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 skrifuðu undir samninginn í Fjörheimum í Reykjanesbæ.
Viðstödd voru einnig Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, Eyjólfur Gíslason varabæjarfulltrúi, Hámundur Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri Njarðvíkur, Sólrún Sigvaldadóttir yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Thelma Hrund Helgadóttir aðstoðarforstöðumaður Fjörheima, Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi Ungmennaráðs Reykjanesbæjar.