Samþykkt um djúpgámalausnir í Reykjanesbæ

Myndin sýnir frá því hvernig djúpgámarnir eru losaðir en hún gefur glögga mynd af því hvernig djúpg…
Myndin sýnir frá því hvernig djúpgámarnir eru losaðir en hún gefur glögga mynd af því hvernig djúpgámarnir líta út í heild sinni.

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 3.maí sl. var samþykkt um djúpgámalausnir í Reykjanesbæ einróma samþykkt.

Samþykktin var svo staðfest á fundi bæjarstjórnar þann 7.maí sl. Samþykkt þessi er ætluð hverjum þeim sem áhuga hafa á að koma fyrir djúpgámum á lóð sinni og tekur til ferlisins frá hugmyndastigi og þar til djúpgámar eru teknir í notkun. Djúpgámalausnir koma í stað hefðbundinna sorptunna en í stað þess að vera á yfirborðinu er meiri hluti þeirra grafinn niður og því um mjög snyrtilega lausn að ræða.

Nú þegar hafa verið teknir í notkun djúpgámar í Reykjanesbæ eins og sjá má í þessari frétt hér og fleiri slíkir væntanlegir á næstu misserum.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessa lausn að lesa vel yfir samþykktina til þess að tryggja að farið sé í einu og öllu eftir því sem þar kemur fram. Samþykktina er að finna hér