Erna Kristín fyrir utan Háaleitisskóla
Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ, FFGÍR, bjóða öllum foreldrum á fyrirlestur með Ernu Kristínu í dag, föstudaginn 5. febrúar, og mun fyrirlesturinn vera opinn út þriðjudaginn 9. febrúar.
Erna Kristín kynnir fyrir foreldrum fyrirlestur sem hún fór með inn í alla grunnskóla Reykjanesbæjar. Þar talaði hún við börn í 1.-4. bekk um sjálfsmynd og líkamsvitund. Erna byggir fyrirlestur sinn á bókinni "Ég vel mig" þar sem karakter bókarinnar leiðir lesendur í gegnum allt það mikilvæga í tengslum við virðingu gagnvart sjálfum sér og líkama sínum. Þetta er önnur bók Ernu sem byggir á og stuðlar að jákvæðri líkamsímynd en bókin "Ég vel mig" hefur runnið út eins og heitar lummur. Hún leyndist greinilega í þó nokkrum jólapökkum í ár að sögn barnanna hér í Reykjanesbæ.
Erna hvatti börnin áfram, fékk þau til að hlægja, skoða sjálfsmynd sína og huga að því hvernig þau geta með jákvæðu hugarfari náð markmiðum sínum. Hún fór einnig yfir mikilvægi þess að tala og hugsa fallega til sín og annarra.
Í fyrirlestrinum sem ætlaður er foreldrum gefur Erna Kristín þeim góð verkfæri til þess að ræða við börn um líkamsvitund og hvetur foreldra til að byggja upp jákvæða líkamsímynd