Skert þjónusta vegna verkfalls félagsmanna BSRB

Ráðhús Reykjanesbæjar
Ráðhús Reykjanesbæjar

Ef til boðaðs verkfalls félagsmanna BSRB kemur dagana 9. og 10. mars n.k. verður skert þjónusta í þjónustuveri Reykjanesbæjar.
Þjónustuverið verður opið frá kl 9-16 þessa daga en einnig er hægt að senda fyrirspurnir og erindi á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
Við biðjum alla sem geta að hafa samband eftir 10. mars til að draga úr álagi. 

Breyttur afgreiðslutími verður í bókasafninu og skert þjónusta í menningarhúsum bæjarins. Afgreiðslutími bókasafnsins verður frá kl: 9:00-16:00

Lokað verður í íþróttahúsum og sundlaugum með þeirri undantekningu að Íþróttaakademían verður opin eftir kl. 16:00.

Röskun verður á skólahaldi í grunnskólum en vegna mismunandi aðstæðna er brugðist á mismunandi hátt út frá stöðunni á hverjum stað.

Röskun verður á  þjónustu á velferðasviði og umhverfissviði. 

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða vegna verkfallsins.