Starfsfólk sem lauk störfum vegna aldurs og þau sem náðu 25 ára starfsaldri 2022 þökkuð vel unnin störf
Fimmtudaginn 1. febrúar var haldin samkoma til handa þeim sem náðu 25 ára starfsaldri á síðasta ár sem og þeim sem luku störfum á árinu 2023 vegna aldurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, buðu til kaffisamsætis á Hótel Keflavík í nafni Reykjanesbæjar og var góð þátttaka hjá hópnum. Auk þeirra gat hver og einn tekið með sér gest.
Það er nýleg hefð hjá Reykjanesbæ að þakka starfsfólki sem starfað hefur í 25 ár hjá sveitarfélaginu fyrir dygga þjónustu við bæjarbúa. Fyrir nokkru var tekin ákvörðun um að breyta þeirri hefð sem hafði verið við lýði hjá sveitarfélaginu um langt skeið og í stað þess að fagna stórafmælum starfsfólks myndum við hér eftir fagna starfsaldri. Ákveðið var að fagna og heiðra starfsfólk í tilefni 10 ára starfsafmælis á hverjum vinnustað og 25 ára starfsaldri með sameiginlegu kaffisamsæti ásamt þeim sem hættu störfum vegna aldurs.
Árið 2023 náðu 11 hjá Reykjanesbæ þeim áfanga að fagna 25 ára starfsafmæli og 20 luku störfum vegna aldurs. Mörg þeirra höfðu unnið hjá sveitarfélaginu í áratugi og jafnvel alla starfsæfi sína. Reykjanesbær færir þeim öllum þakkir fyrir þjónustu við íbúa síðastliðin ár og áratugi.
25 ára starfsaldur 2023
- Anna Marie Kjærnested, Tjarnaseli
- Anna Marta Karlsdóttir, Heiðarseli
- Áslaug Unadóttir, Tjarnaseli
- Elínborg Herbertsdóttir, Holtaskóla
- Helga Hildur Snorradóttir, Holtaskóla
- Ingibjörg Sif Stefánsdóttir, Tjarnaseli
- Ingunn Ósk Ingvarsdóttir, Tjarnaseli
- Íris Dröfn Halldórsdóttir, Myllubakkaskóla
- Jóhanna Árnadóttir, Holtaskóla
- Jóhanna Margrét Karlsdóttir, Njarðvíkurskóla
- Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, Njarðvíkurskóla
Hættu störfum vegna aldurs 2023
- Ásta Óskarsdóttir, Öspin í Njarðvíkurskóla
- Bára Andersdóttir, Njarðvíkurskóla
- Elísabet Sævarsdóttir, Umhverfismiðstöð
- Guðlaug Bergman Matthíasdóttir, Myllubakkaskóla
- Guðrún Guðmundsdóttir, Háaleitisskóla
- Guðrún Katrín Jónsdóttir, Garðaseli
- Helga Árnadóttir, Myllubakkaskóla
- Helga Jóhannesdóttir, Njarðvíkurskóla
- Jónína A Skarphéðinsdóttir, Dagdvöl aldraðra
- Jónína Guðrún Samúelsdóttir, Sundmiðstöð
- Kristín Kristjánsdóttir, Njarðvíkurskóli
- Kristjana S Vilhelmsdóttir, Íþróttamiðstöð Akurskóla
- Lára Maggý Magnúsdóttir, Myllubakkaskóla
- Magnea Inga Magnúsdóttir, Myllubakkaskóla
- Margrét Inga Karlsdóttir, Háaleitisskóla
- Mile Kalambura, Umhverfismiðstöð
- Ólöf Sigurrós Gestsdóttir, Heiðarseli
- Sigríður Á Guðmundsdóttir, Myllubakkaskóla/ Nesvellir
- Sigríður Sigurðardóttir, Sundmiðstöð
- Thor Ólafur Hallgrímsson, Reykjaneshöll