Sumarvinna ungs skólafólks 17 - 120 ára

Sumarblíða í Reykjanesbæ
Sumarblíða í Reykjanesbæ

Reykjanesbær mun í sumar bjóða ungu skólafólki á aldrinum 17 - 20 ára vinnu við ýmis umhverfisverkefni í bæjarfélaginu.
Um er að ræða tvö vinnutímabil, 4 vikur hvort. Umsækjandi velur annað hvort tímabilið.

A) tímabil frá 1. júní - 30.júní
B) tímabil frá 1. júlí - 30. júlí.

Vinnutími er frá 07.30 - 16.00 mánudaga - fimmtudaga og frá 07.30 - 12 á föstudögum
Aðeins er hægt að sækja um rafrænt á mittreykjanes.is. Ungt fólk á aldrinum 17 - 20 ára hafa fengið sent lykilorð heim.

Umsækjendur þurfa að framvísa staðfestingu frá skóla um að þeir séu í námi.

Umsóknarfrestur er til 14. maí nk.