Takmörkuð þjónusta í ráðhúsi Reykjanesbæjar

Mynd fengin af dv.is
Mynd fengin af dv.is

Uppfærð frétt 14 mars. 2020

Reykjanesbær hefur gripið til ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum. Til að minnka útbreiðslu á veirunni hefur verið ákveðið að loka bókasafni Reykjanesbæjar í óákveðinn tíma frá og með mánudeginum 16 mars . Kaffihúsinu í ráðhúsinu verður lokað og lágmarks þjónusta verður veitt í þjónustuverinu.  Íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver Reykjanesbæjar eru hvattir til að senda tölvupóst á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is, spjalla við starfsfólk í netspjalli  eða hringja í síma 421-6700.  Starfsfólk ráðhússins mun áfram leggja áherslu á að veita góða þjónustu en biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.

Skrifstofa velferðarsviðs hefur ákveðið að þjónusta flest erindi í gegnum síma eða tölvu, þeir einstaklingar sem eiga tíma hjá félagsráðgjafa halda þeim tímum og mun ráðgjafi hringja í þá. Þeir sem þurfa að ná sambandi við starfsmenn velferðarsviðs geta hringt í þjónustuver Ráðhússins eða sent tölvupóst. Vakin er athygli á að netfangaskrá starfsmanna er á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Skrifstofa fræðslusviðs mun þjónusta flest erindi í gegnum síma og/eða tölvu. Starfsmenn skrifstofunnar munu setja sig í samband við þá einstaklinga sem eiga hjá þeim bókaðan tíma. Þeir sem þurfa að ná sambandi við starfsmenn fræðslusviðs geta hringt í þjónustuver Ráðhússins eða sent tölvupóst. Vakin er athygli á að netfangaskrá starfsmanna er á heimasíðu Reykjanesbæjar. 

Hægt er að sækja um alla þjónustu rafrænt í gegnum þjónustugáttina og rafræna miðla á Mitt Reykjanes inn á heimasíðu bæjarins. Almenningur sem vill tilkynningar til barnaverndar er hvatt að gera það í gegnum 112.
 

Duus hús og Hljómahöllin verða áfram með sínar vanalegu opnanir en lágmarka fjölda gesta hverju sinni.