Málþingið Þjónandi forysta: nýjar rannsóknir og reynsla af þjónandi forystu í daglegum störfum verður haldið 19. maí kl. 17:00 til 19:50 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Dagskrá:
17:00 - 18:10: Rannsóknir um þjónandi forystu.
Nýútskrifaðir meistarar og meistaranemar auk Dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur við Háskóla Íslands kynna nýjar rannsóknir um þjónandi forystu og tengsl hennar við starfsánægju og gæði þjónustu hér á landi. Kynntar verða rannsóknir sem unnar eru með lífeindafræðingum, starfsfólki sjúkrahúsa, starfsfólki þjónustufyrirtækis, starfsfólki félagsþjónustu og erlendum konum sem þáðu mæðravernd hér á landi.
Eftirtaldar kynna rannsóknir sínar: Alda M. Hauksdóttir (lífeindafræðingar), Birna G. Jónsdóttir (erlendar mæður), Erla Björk Sverrisdóttir (starfsfólk sjúkrahúsa), Sólveig Reynisdóttir (starfsfólk þjónustufyrirtækis) og Steingerður Kristjánsdóttir (starfsfólk félagsþjónustu).
18:10 - 19:00: Samtal í hópum um þjónandi forystu og kvöldverður.
19:00 - 19:50: Þjónandi forysta í daglegum störfum. Reynsla af þjónandi forystu hér á landi í heilbrigðisþjónustunni og í starfi kirkjunnar.
Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, Grafarvogskirkju og Þórunn Benediktsdóttirhjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fjalla um reynslu sína af þjónandi forystu í daglegum störfum.
Málþingið er opið öllum áhugasömum.
Staðsetning: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), Keflavík, fundarsalur þriðju hæð*
Þátttökugjald er kr. 1000, vegna kostnaðar við kvöldverð.
Skráning hjá thjonandiforysta hja thjonandiforysta.is og hjá Keflavíkurkirkju.
* Málþingið er haldið í fundarsal HSS á þriðju hæð. Gengið er inn um aðalinnganginn og til vinstri og síðan til hægri að lyftu sem er tekin upp á þriðju hæð (eða farið stigann!).