Þjónustukönnun Byggðastofnunar

Nú stendur yfir þjónustukönnun á vegum Byggðastofnunar sem Maskína framkvæmir meðal íbúa um land allt, utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið könnunarinnar er að rannsaka þjónustusókn íbúa og væntingar þeirra til breytinga á þjónustu.

Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að taka virkan þátt í könnuninni, þar sem þátttaka þeirra er afar mikilvæg fyrir réttmæti og áreiðanleika niðurstaðna. Sérstök áhersla er lögð á að fá viðhorf íbúa í dreifðum byggðum, til að tryggja að myndin sem fæst af þjónustusókn og þörfum íbúa sé sem réttust.

Niðurstöður könnunarinnar munu nýtast við vinnu að eflingu byggða um land allt og hjálpa við að skilgreina hvaða þjónustu þarf að bæta við eða efla, og hvaða þjónustu íbúar óttast að missa úr heimabyggð. Þátttaka þín skiptir máli!

Taka þátt hér