Vertu með í veislunni!

Þann 11. júní næstkomandi eru 30 ár frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Blásið verður til veislu í sveitarfélaginu af því tilefni sem hefst á afmælisdaginn sjálfan þriðjudaginn 11. júní og stendur fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Íbúar eru hvattir til að fagna þessum áfanga og taka þátt í þeim viðburðum sem verða á dagskrá í afmælisvikunni. Viðburðirnir verða kynntir betur á næstu dögum en hér fyrir neðan má finna það sem er komið á dagskrá.

Fleiri viðburðir eru á dagskrá í tilefni afmælis Reykjanesbæjar allt þetta ár og eru þeir kynntir sérstaklega og jafnóðum á miðlum Reykjanesbæjar.

Dagskrá afmælisviku

11. júní
• Frumsýning á afmælismyndbandi kl. 16.00 í Stapa
• Hátíðarfundur bæjarstjórnar kl. 17.00 í Stapa
• Afmælistónleikar með Albatross og gestum kl. 19.00 á þaki Hljómahallar

12. júní
• Krakkafjör í Fimleikaakademíu – Íþróttaálfurinn og Solla stirða mæta kl. 17.00
• Gróðursetning á afmælislundi kl. 14:00 við Kamb í Innri-Njarðvík

13. júní
• Söguganga með Ármanni Guðmundssyni fornleifafræðingi. Víkingaraldarskáli í Höfnum kl. 20.00.
• „Uppáhalds lögin mín“ tónleikar með Elízu Newman og gestum í Kirkjuvogskirkju kl. 21.00.

14. júní
• „Svipmyndir úr sögunni“ Ný söguskilti við strandleiðina verða formlega vígð neðan við Duus safnahús kl. 14.00.

15. júní
• Litahlaup fyrir fjölskylduna – Íþróttahúsið við Sunnubraut kl. 13.00

17. júní
• 17. júní hátíðarhöld með afmælisbrag. Skrúðgarðurinn í Keflavík kl. 12.00-18.00

Frítt verður í söfn, sund og strætó alla afmælisvikuna 11.-17. júní.

Skoðið viðburði afmælisvikunnar hér!