Vortónleikar hljómsveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að hefjast

Þverflautunemendur í blárri sveit á Lúðrasveitamóti
Þverflautunemendur í blárri sveit á Lúðrasveitamóti

Árlegir vortónleikar hljómsveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru að hefjast um þessar mundir og lýkur þeim með burtfarartónleikum Sigtryggs Kjartanssonar píanónemanda í Stapa, Hljómahöll sunnudaginn 16. maí n.k.

Miðvikudagur 12. maí
Ytri-Njarðvíkurkirkja kl. 18.30
Strengjasveitir Tónlistarskólans
Stjórnendur: Anna Hugadóttir og Unnur Pálsdóttir.

Föstudagur 14. maí
Stapi, Hljómahöllinni kl. 17.00
Samspilshópar gítardeildar
Stjórnendur: Aleksandra Pitak og Þorvaldur Már Guðmundsson

Stapi, Hljómahöllinni kl. 19.30
Léttsveit Tónlistarskólans
og hljómsveitir rytmadeildar
Stjórnendur: Eyþór Kolbeins, Karen J. Sturlaugsson
og Sunna Gunnlaugsdóttir

Mánudagur 17. maí
Stapi, Hljómahöllinni kl. 19.30
Lúðrasveitir Tónlistarskólans
Stjórnendur: Áki Ásgeirsson, Steinar Matthías Kristinsson,
Harpa Jóhannsdóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Karen J. Sturlaugsson
og Þorvaldur Halldórsson

Upplýsingar um aðra vortónleika eru á vefsíðu skólans  og á skrifstofunni

Aðgangur á alla þessa viðburði er ókeypis og allir eru velkomnir.

Skólastjóri