436. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. október 2024, kl. 13:00
Viðstaddir: Birna Ósk Óskarsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir og Eyjólfur Gíslason.
Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis, Katrín Alda Ingadóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll og sat Linda María Guðmundsdóttir fundinn í hennar stað.
1. Fjárhagsáætlun 2025 (2024050440)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir stöðuna varðandi fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2025.
2. Þjónustumiðstöð fyrir fötluð börn og forráðamenn þeirra - niðurstaða þarfagreiningar (2024040173)
Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis mætti á fundinn og fór yfir niðurstöðu þarfagreiningar vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fötluð börn og forráðamanna þeirra og mikilvægi þess að það sé bætt úr stöðu þeirra í sveitarfélaginu.
Velferðarráð þakkar fyrir mjög greinargóða og vel unna skýrslu og tekur undir nauðsyn þess að unnið verði hratt og örugglega að úrbótum fyrir fjölskyldur fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Það er frumskylda sveitarfélagsins að tryggja lögbundna grunnþjónustu og sinna henni af ábyrgð.
Fylgigögn:
Niðurstaða þarfagreiningar vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra
3. Smáhús - vettvangs og þjónustuteymi (2023070008)
Hilma H. Sigurðardóttir teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis fór yfir stöðu verkefnisins.
4. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd – samningsdrög (2024100122)
Drög að nýjum samningi við Vinnumálastofnun vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd lagður fram.
Velferðarráð vísar samningnum til yfirlestrar hjá bæjarlögmanni.
5. Vistheimili barna (2024090284)
Lagt fram minnisblað frá starfshópi um vistheimili barna á Suðurnesjum. Starfshópurinn er sammála um að staðan í barnaverndarþjónustu á Suðurnesjum þolir litla bið og biðlar vinnuhópurinn til bæjarfulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum að taka málið alvarlega og föstum tökum við gerð fjárhagsáætlunar 2025.
Velferðarráð tekur undir orð starfshópsins.
6. Velferðarnet Suðurnesja - sterk framlína (2021030184)
Ásdís Rán Kristjánsdóttir verkefnastjóri í velferðarþjónustu mætti á fundinn og greindi frá verkefnum ársins 2024 og framtíðarverkefnum hjá Velferðarneti Suðurnesja.
Fylgigögn:
Velferðarnet Suðurnesja - stöðuskýrsla
7. Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021548)
Bæjarráð óskar eftir umsögnum um drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar.
Velferðarráð felur Birnu Ósk Óskarsdóttur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram.
8. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2024020127)
Fjárhagsaðstoð
Í ágúst 2024 fengu 192 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 28.026.168 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 145.967 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamann á fjárhagsaðstoð eru 27. í sama mánuði 2023 fengu 321 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.
Alls voru greiddar 43.127.779 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 134.355 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 127.
Í september 2024 fengu 220 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.
Alls voru greiddar 31.410.792 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 142.776 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamann á fjárhagsaðstoð eru 68.
Í sama mánuði 2023 fengu 302 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.
Alls voru greiddar 39.765.558 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali kr. 131.674 á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 120.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í ágúst 2024 fengu 278 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 7.074.331 kr.
Í sama mánuði 2023 fengu 285 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðningsveitarfélagsins, samtals 5.907.147 kr.
Í september 2024 fengu 268 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins.
Samtals voru greiddar 6.844.027 kr.
Í sama mánuði 2023 fengu 303 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.137.551 kr.
Áfrýjunarnefnd
Í ágúst 2024 var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 6 erindi lögð fyrir nefndina.
2 erindi voru samþykkt, 1 erindi frestað og 3 erindum synjað.
Í september 2024 var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 6 erindi lögð fyrir nefndina.
Erindin voru samþykkt.
9. Fundargerð Samtakahópsins 24. september 2024 (2024030167)
Fundargerð Samtakahópsins frá 24. september 2024 lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 24. september 2024
10. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 30. september 2024 (2024030456)
Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar frá 30. September 2024 lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 30. september 2024
11. Suðurhlíð - velferðarmiðstöð fyrir þolendur ofbeldis (2023060104)
Í dag 17. október 2024 er formleg opnun Suðurhlíðar – velferðarmiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum. Suðurhlíð er til húsa hjá heilsugæslunni Höfða, að Aðalgötu 60. Suðurhlíð er einn þáttur í samstarfsverkefninu Öruggari Suðurnes sem er svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum. Að stofnsamþykkt Suðurhlíðar standa sveitarfélögin Reykjanesbæ, Grindavík, Suðurnesjabær, sveitarfélagið Vogar, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Kvennaráðgjöfin og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Verkefnastóri Suðurhlíðar er Inga Dóra Jónsdóttir félagsráðgjafi. Velferðarráð Reykjanesbæjar fagnar opnun Suðurhlíðar og væntir þess að með tilkomu velferðarmiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum verði betur hægt að
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.