Endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar fer nú fram.
Nú fer fram endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035. Fjórir íbúafundir verða haldnir í Reykjanesbæ dagana 18.-21. nóvember 2019. Markmið fundanna er að kynna íbúum þær breytingar sem stefnt er að og leita álits og þiggja ábendingar íbúa. Við höfum því opnað ábendingargátt þar sem íbúar geta látið sjónarmið sín í ljós.
Tengill í ábendingargátt er hér
Skipulags- og matslýsingu má nálgast hér
Fundarstaður og dagsetningar eru sem hér segir
- Mánudagur 18. nóvember 2019, kl 19:30-21 - fundarstaður Andrews Theater Ásbrú. Sérstaklega fjallað um rammaskipulag
- Þriðjudagur 19. nóvember 2019, kl 19:30-21 - fundarstaður Akurskóla Njarðvík. Sérstaklega fjallað um Dalshverfi III og Fitjar
- Miðvikudagur 20. nóvember 2019, kl 19:30-21 - fundarstaður Heiðarskóla Keflavík. Sérstaklega fjallað um Hlíðarhverfi og Vatnsnes
- Fimmtudagur 21. nóvember 2019 - kl 19:30-21 - fundarstaður Gamli barnaskólinn Höfnum. Sérstaklega fjallað um ferðaþjónustu á Reykjanesi