353. fundur

19.12.2024 16:00

353. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Park Inn by Radisson þann 19. desember 2024, kl. 16:00

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Helga María Finnbjörnsdóttir og Gunnar Felix Rúnarsson.

Að auki sátu fundinn Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi, Perla Dís Gunnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála sem ritaði fundargerð.

1. Svæðisskipulag Suðurnesja (2019070283)

Kynning á vinnslutillögu Svæðisskipulags Suðurnesja.

Lagt fram.

2. Spítalareitur - drög að deiliskipulagi (2023030010)

Sen&Son arkitektar leggja fram drög að deiliskipulagi fyrir Spítalareit sem afmarkast af Flugvallarbraut; Grænásbraut og Breiðbraut með ósk um heimild til að vinna deiliskipulag.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir reitinn í samráði við skipulagsfulltrúa.

3. Ásendar – deiliskipulagsdrög (2024120058)

ARKÍS leggja fram drög að skipulagi fyrir Ásenda, Ásbrú, fyrir hönd Íslenskra aðalverktaka, í samráði við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Lagt fram til kynningar með ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir reitinn.

Erindi frestað, þar til stefna Reykjanesbæjar um starfsmannaíbúðir hefur verið samþykkt.

4. Hafnargata 44-46 (2024100172)

Tækniþjónusta SÁ leggur fram fyrir hönd Faxafells ehf. tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 44 og 46. Á lóðinni verði verslun og þjónusta á hluta jarðhæðar en 16 íbúðir á efri hæðum. Hámarkshæð byggingar verði fjórar hæðir.

Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Hafnargata 44-46

5. Hlíðarhverfi þriðji áfangi – deiliskipulag (2019120007)

Arkís arkitektar leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga Hlíðarhverfis f.h. Miðlands ehf. Um er að ræða 492 íbúðir í fjölbýlishúsum og sérbýli. Uppbyggingin er á tveimur svæðum aðskildum með grænum geira.

Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Deiliskipulagsuppdráttur

Skýringaruppdráttur

Skýringaruppdráttur

Hlíðarhverfi III - greinargerð

Hlíðarhverfi III - blágrænar ofanvatnslausnir

Hlíðarhverfi III - hljóðvistarskýrsla

6. Iðavellir 14b og Vatnsholt 2 (2024120253)

JeES arkitektar fyrir hönd KSK eigna leggja fram tillögu að fjölbýlishúsi á reitinn Iðavellir 14b og Vatnsholt 2. Um er að ræða 50 íbúðir af breytilegum stærðum auk minna verslunarrýmis á jarðhæð.

Eysteinn Eyjólfsson vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir reitinn í samráði við skipulagsfulltrúa.

7. Smáhús í Reykjanesbæ (2023070008)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi leggur fram tillögur að staðsetningu smáhúsa heimilislausra.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með samráðshópi um smáhús heimilislausra.

8. Heiðarhvammur 10 - færanlegar kennslustofur (2024120047)

Lögð er fram ósk um heimild til að setja niður tvær færanlegar kennslustofur við Heiðarskóla.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Færanlegar kennslustofur

9. Valhallarbraut 761 (2024110113)

Fjölbýlishús á tveimur hæðum með 45 íbúðum. Ný stigahús, svalir og bílastæði.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Valhallarbraut 761

10. Ásbrú til framtíðar - rammahluti aðalskipulags (2019050477)

Auglýsingu Ásbrúar til framtíðar, rammahluta aðalskipulags, er lokið. Rammahluti aðalskipulags Reykjanesbæjar 2023-2035, unninn af Alta í nóvember 2023.

Ásbrú hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því að svæðið var yfirgefið af bandaríska hernum 2006 og er eitt mikilvægasta uppbyggingarsvæði í Reykjanesbæ. Staðsetningin, forsagan og aðstæður í hverfinu gera það einstakt á landsvísu og þó víðar væri leitað. Haldinn var kynningarfundur og vinnustofur með nemendum Háaleitisskóla undir stjórn Þykjó sem fengu hönnunarverðlaun Íslands 2024 fyrir verkefnið.

Guðbergur Ingólfur Reynisson (D) lagði fram eftirfarandi bókun:

„Í framtíðarsýn K64 Ásbrú til framtíðar kemur fram að fyrirhuguð hverfi við Reykjanesbrautina verði vel tengd við önnur hverfi Reykjanesbæjar þar sem fyrirhugað er að komi stokkur yfir Reykjanesbrautina.

Guðbergur Reynisson, Sjálfstæðisflokki, fagnar því að sjá þetta í framtíðarsýninni og hvetur Vegagerðina til þess að skoða þessa framtíðarsýn og gefa umhverfis- og framkvæmdasviði Reykjanesbæjar hugmynd um hvernig slíkur stokkur gæti litið út, hvar mundi hann byrja og hvar mundi hann enda og hver gæti verið kostnaður við gerð hans.

Nú þarf að hafa hraðar hendur þar sem þessi hluti Reykjanesbrautar er á samgönguáætlun árið 2029 til 2035 sem er handan við hornið.“

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

11. Tengivirki Fitjum og Verne á Ásbrú - framkvæmdaleyfi (2024100185)

Verne Global óskar framkvæmdaleyfis til að leggja háspennustrengi í jörðu í samræmi við meðfylgjandi gögn.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við framlögð gögn.

12. Fitjabraut 4 (2024050488)

Fyrir hönd eiganda lóðarinnar Fitjabraut 4, er sótt um 3 auka fasteignanúmer á lóðinni. Um er að ræða fasteignanúmer sem verða fyrir nýja húsnæðið sem verið er að byggja á lóðinni.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Fitjabraut 4

13. Reykjanesbraut (41) Hafnavegur – Garðskagavegur (2024110164)

Valkostagreining unnin af Vegagerðinni vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hafnavegi að Garðskagavegi.

Umhverfis- og skipulagsráð styður framlagða tillögu.

14. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 374 (2024010105)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 374 í 7 liðum.

15. Samantekt ársins 2024 (2021120264)

Starfsfólk umhverfis- og framkvæmasviðs fer yfir verkefni ársins.

Lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:52. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2025.