Úr fjölskyldusmiðju í listasal.

Mikil ánægja foreldra með skólastarf í Reykjanesbæ

Ánægja foreldra með skólastarf í Reykjanesbæ er mikil, að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra, og greinilegt að íbúum hugnast vel þær áherslur sem lagðar hafa verið í skólamálum. Skólavogin er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga. Skólavogin skilar nú m.a. árlegum…
Lesa fréttina Mikil ánægja foreldra með skólastarf í Reykjanesbæ
Starfar þú á fjölskylduvænum vinnustað?

Fjölskylduvænn vinnustaður 2014

Leitast fyrirtækið sem þú vinnur hjá við að gera starfsmönnum sínum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og atvinnulíf? Hefur þú og samstarfsmenn þínir áhuga á að tilnefna ykkar  vinnustað fyrir jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og stuðla þannig að því að fyrirtækið fái viðurkenningu Reykjanesbæj…
Lesa fréttina Fjölskylduvænn vinnustaður 2014
Frá þrettándagleði.

Grýla vildi óskilabörnin

Álfar, púkar og ýmsar furðuverur létu norðangarrann ekki á sig fá á þrettándagleði í Reykjanesbæ í gær. Þá var Grýla mætt á svæðið til að sækja Kertasníki og koma honum heim í hellinn sinn. Hún var meira en lítið tilbúin að kippa með sér nokkrum börnum sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína en s…
Lesa fréttina Grýla vildi óskilabörnin
Jólatré á Hafnargötu sem skreytt var af leikskólabörnum.

Hreinsun á jólatrjám

Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar mun hirða upp jólatré fyrir íbúa Reykjanesbæjar dagana 7 - 10 jan. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu setji tréin út fyrir lóðarmörk og hafi samband við Þjónustumiðstöð í síma 420 3200.
Lesa fréttina Hreinsun á jólatrjám
Álfakóngur og drottning.

Þrettándagleði og álfabrenna

Árleg þrettándagleði í Reykjanesbæ verður haldin mánudaginn 6. janúar á hátíðarsvæði á Bakkalág og við Hafnargötu 8. Dagskrá hefst kl. 18:00 með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði. Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Heitt kakó …
Lesa fréttina Þrettándagleði og álfabrenna

Breyttur opnunartími Bókasafnsins

Frá og með 3. janúar 2014 verður opnunartími Bókasafns Reykjanesbæjar sem hér segir: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 11:00 til 17:00
Lesa fréttina Breyttur opnunartími Bókasafnsins
Ástrós Brynjarsdóttir.

Ástrós Brynjarsdóttir valin íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013

Ástrós Brynjarsdóttir, var í dag valin Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013. Ástrós var valin taekwondo kona Íslands árið 2013 og árið 2012. Hún hefur sýnt fram á langtum besta árangur sem nokkur íslensk taekwondo kona hefur náð á einu ári frá upphafi. Á árinu 2013 var hún valin besta keppandinn á öllu…
Lesa fréttina Ástrós Brynjarsdóttir valin íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013
Íslendingur í New York.

Nýr vefur Víkingaheima

Í dag var hleypt af stokkunum nýjum og endurbættum upplýsingavef fyrir Víkingaheima, vikingaheimar.is, sem unninn hefur verið í samstarfi við vefhönnunarfyrirtækið Kosmos &Kaos. Á vefnum er gerð grein fyrir þeim sýningunum sem eru í sýningarhúsinu og þeirri starfsemi og aðstöðu sem Víkingaheimar bj…
Lesa fréttina Nýr vefur Víkingaheima
Verðlaunahafar í víkingaskipi.

Fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur

Nær 100 nemendur úr Reykjanesbæ eru á meðal þeirra 10% nemenda á öllu landinu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmdum prófum á haustönn 2013.  Þetta gerist um leið og grunnskólanemar Reykjanesbæjar náðu almennt mjög stórstígum framförum á samræmdum prófum í haust. Í tilefni af þessum árangri bauð bæj…
Lesa fréttina Fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur
Ungir lestrarhestar á bókasafni.

Breytingar á Bókasafninu

Á næstu dögum verða framkvæmdir á Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem stækka á barnadeildina og starfsemi upplýsingaþjónustunnar. Áætluð verklok eru í janúar nk. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem verða á meðan þessi vinna fer fram.
Lesa fréttina Breytingar á Bókasafninu