Árleg þrettándagleði í Reykjanesbæ verður haldin mánudaginn 6. janúar á hátíðarsvæði á Bakkalág og við Hafnargötu 8.
Dagskrá hefst kl. 18:00 með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði.
Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar.
Heitt kakó og piparkökur í boði Reykjanesbæjar.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar, Björgunarsveitin Suðurnes og Lúðrasveit og Trommusveit Tónlistarskólans taka þátt í dagskránni. Þá flytur Már Gunnarsson, 14 ára nemandi við Tónlistarskólann, frumsamið jólalag og texta, Jólin í dag.
Hvetjum börnin til að bregða á leik og klæða sig upp sem púka eða álfa í tilefni dagsins.
Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Ath. Bílastæði eru við Ægisgötu og Ráðhús, Tjarnargötu 12.