Öll laus störf hjá Reykjanesbæ eru auglýst til umsóknar, nema þegar um tímabundnar ráðningar eða tilfærslur á milli sambærilegra starfa er að ræða.
Jafnræði er tryggt í ráðningarferlinu og ráðningar byggjast á hæfni umsækjenda til að sinna starfinu í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í auglýsingu. Við ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær er jafnlaunavottað sveitarfélag og öll kyn eru hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Þar sem Reykjanesbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er sveitarfélaginu óheimilt að ónýta eða farga skjölum sem falla undir gildissvið laganna, nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru persónuupplýsingar, sem sveitarfélagið vinnur með, afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.