Fríðindi

Reykjanesbær leggur ríka áherslu á markvissa Vinnuvernd og heilsueflingu starfsfólks. Öllu starfsfólki sveitarfélagsins stendur til boða eftirfarandi fríðindi:

  • Bókasafnskort með aðgangi að bókasöfnum sveitarfélagsins
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Auk þess njóta starfsmenn leikskóla Reykjanesbæjar 40% afsláttar af dvalargjaldi í leikskólum sveitarfélagsins. Afslátturinn gildir eingöngu af dvalargjaldi en nær ekki til matargjalds (morgunhressingar, hádegismatar eða síðdegishressingar).