340. fundur

08.12.2022 09:15

340. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn í fjarfundir 8. desember 2022, kl. 09:15

Viðstaddir:
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur, Rúnar Már Bjarnason Brunavarnir Suðurnesja og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

1. Huldudalur 19-21 (2022110522)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir parhúsi sbr. aðaluppdráttum RISS verkfræðistofu dags. 15.11.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Brekadalur 70 (Mhl 02) (2022110471)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir tvíbýlishúsi sbr. aðalauppdráttum i62 teikningsofu dags. 22.11.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Risadalur 5 (2022110470)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir tvíbýlishúsi sbr. aðalauppdráttum i62 teikningsofu dags. 22.11.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Faxabraut 32A (2022110163)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir að skipta íbúð 02010 í tvær sjálfstæðar eignir sbr. aðaluppdráttum frá GLÓRU teiknistofu dags. 07.11.2022.
Erindi frestað.

5. Suðurgata 1 (2022110632)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum, að skipta um hluta af útvegg á austurhlið hússins sbr. uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 29.11.2022.
Erindi frestað. Sent Minjastofnun til umsagnar.

6. Háseyla 22 (2022110564)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir bílgeymslu sbr. teikningu Verkfræðistofu Suðurnesja dag.22.11.2022.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

7. Smiðjuvellir 2 (2022110497)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir inntakshúsi rafmagns- og vatnsveitu fyrir geymslubil sbr. aðaluppdráttum GLÓRU teiknistofu dags. 23.11.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Flugvellir 31 (2022100456)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir athvinnuhúsnæði sbr. aðaluppdráttum Smára Björnssonar dags. 01.09.2022, uppfært 01.12.2022. Erindið var áður á dagskrá 25.11.2022, þá frestað.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

9. Klettatröð 6 (2022110386)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyirr breytingum sbr. aðaluppdráttum Emils Þórs Guðmundurssonar dags. 01.11.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála. Lóðarhafi taki tillit til ofanvatnslausna innan hverfisins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:41