341. fundur

05.01.2023 08:30

341. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn í fjarfundi 5. janúar 2023, kl. 08:30

Viðstaddir:
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

1. Bjarkardalur 25 (2022120285)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi með sex íbúðum sbr. aðaluppdráttum RISS teiknistofu dags. 14.12.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Bjarkardalur 23 (2022120284)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi með sex íbúðum sbr. aðaluppdráttum RISS teiknistofu dags. 14.12.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Duusgata 2 (2022120103)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir lyftu í suðurbyggingu sbr. aðaluppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 01.12.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Tjarnargata 20 (2022080550)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I um breytingar utanhúss, sbr. aðaluppdráttum GLÓRU teiknistofu dags. 10.08.022. Samþykki eiganda fylgir með. Erindið var áður á dagskrá 22.09.2022, þá vísað til skipulagsráðs.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Suðurgata 1 (2022110632)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum, að skipta um hluta af útvegg á austurhlið hússins sbr. uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 29.11.2022. Erindið var áður að dagskrá 08.12.2022, þá vísað til Minjastofnunar til umsagnar.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Birkiteigur 23 (2022120359)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breyttri notkun á bílgeymslu sbr.aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf dags. 19.12.2022.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

7. Suðurbraut 758 (2022120360)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir að breytingum á núverandi félagsrými í tveggja hæða fjölbýli sbr. aðaluppdráttum JeES arkitektum dags. 19.12.2022. Skipulagsbreyting samþykkt eftir grenndarkynningu.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Bogatröð 13, Funatröð 2 (202301003)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 5 stk. gámum, fjórum 40 feta og einum 20 feta meðfylgjandi er mynd af staðfestingu.
Erindi samþykkt. Stöðuleyfi til eins árs.

9. Klettatröð 6a (2023010084)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 4 stk 40 feta gámum meðfylgjandi eru myndir af staðfestingu.
Erindi samþykkt. Stöðuleyfi til eins árs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:52