342. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, í fjarfundi 26. janúar 2023, kl. 08:30
Viðstaddir:
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.
1. Dísardalur 1-7 mhl.6 (2023010003)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi á tveimur hæðum með átta íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 ehf teiknistofu dags.27.12.2022.
Aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við skipulag, erindi frestað.
2. Borgarvegur 12 (2023010327)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir að rífa bílgeymslu og byggja nýja sbr. aðaluppdráttum RISS verkfræðistofu dags.23.12.2022.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
3. Vatnsnesvegur 12 (2023010142)
Umsókn um byggingarleyi í umfangsflokki II fyrir viðbyggingu sbr. teikingar Tækniþjónustu SÁ ehf. dags.03.01.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
4. Njarðarvellir 4 (2023010196)
Tilkynningarskyld mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og- leyfi, Tilkynnt er um vindfang við anddyri sbr. teikningum frá THG arkitektum dags.26.03.2018.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.
5. Hafnarbraut 12C (2023010402)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu á austurhlið sbr. aðaluppdráttum Sigurðar H. Ólafssonar dags.16.01.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
6. Fitjar 1 (2023010465)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir að setja upp upplýsingaskjá utan á húsnæðið, meðfylgjandi eru myndir sem sýna staðsetningu.
Erindi samþykkt.
7. Iðavellir 3d (2023010133)
Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 2. stk. gámum, meðfylgjandi eru myndir af staðsetningu.
Stöðuleyfi samþykkt til eins árs.
8. Víkurbraut 3 (2023010364)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dags. 11.01.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:48