347. fundur

04.04.2023 08:30


347. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn að Tjarnargötu 12, Tjarnarkaffi, 4. apríl 2023, kl. 08:30

Viðstaddir:
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Sigurðsson fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

1. Huldudalur 15-17 (2023020476)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir parhúsi sbr. aðaluppdráttum AIA arkitek slf dags. 20.02.2023. Erindið var áður á dagskrá 13. mars s.l. þá vísað til skipulagsráðs. Erindið samþykkt þar sem sambærileg breyting hefur verið samþykkt á Huldudal 19-21.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Dísardalur 1-7 mhl.6 (2023010003)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjöleignarhúsi með 8 íbúðum á tveim hæðum sbr. aðaluppdráttum i62 ehf teiknistofu dags. 08.02.2023. Erindið var áður á dagskrá 23. febrúar s.l. þá frestað. Nýjir aðaluppdrættir hafa borist.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Jötundalur 4 mhl. 02 (2023030575)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi á tveim hæðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags.26.03.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Lerkidalur 1 (2023030104)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingu á bílgeymslu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dags. 03.03.2023. Erindið var áður á dagskrá 13. mars s.l. þá vísað til skipulagsráðs, skipulagsbreyting samþykkt.
Erindi frestað. Hönnuður þarf að gera grein fyrir birtuskilyrðum í svefnherbergjum.

5. Faxabraut 31D (2023030216)

Tilkynning um mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfis fyrir að klæða eignina að utan og setja glugga þar sem bílgeymsluhurð var áður sbr.uppdráttum AVJ teiknistofu dags. 15.03.2023. Meðfylgjandi er samþykki nágranna.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.

6. Tjarnabraut 24 (2023030414)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum i62 dags. 17.03.2023.
Erindi frestað. Taka þarf tillit til athugasemda frá Eldvarnaeftiliti og Heilbrigðiseftiliti. Gera þarf nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir húseigninna.

7. Drekadalur Mastur (2023030692)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir að setja upp stálmastur með farsímabúnaði sbr. uppdráttum Strendings ehf dags.29.03.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

8. Flugvellir 15 (2023030567)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir atvinnuhúsnæði sbr. aðaluppdráttum GLÓRU teiknistofu dags. 09.03.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

9. Básvegur 10 (2023030407)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum AOK arkitektum dags. 10.01.2023.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

10. Bogatröð 10 (2023030655)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir að setja upp hljóðvegg sbr. aðaluppdráttum GLÓRU teiknistofu dags. 09.10.2022.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

11. Vatnsnesvegur 22A (2023030218) Tilkynningarskyld framkvæmd.

Umsókn um mannvirkjagerð undaþegna byggingarheimild og -leyfis um að koma fyrir tveimur svalahurðum sbr. meðfylgjandi gögnum.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:25