349. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn að Tjarnargötu 12, Tjarnarkaffi, 25. maí 2023, kl. 08:30
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir forstöðumaður skráningar, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Sigurðsson fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.
1. Brekadalur 71 (2023040277)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á einni hæð sbr. aðaluppdráttum Mönduls verkfræðistofu sendir inn með umsókn 18.04.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
2. Brekadalur 52 (2023040071)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi sbr. aðaluppdráttum BALSI ehf dags. 08.12.2022. Erindið var áður á dagskrá 27.04.2023, þá frestað. Ný gögn hafa borist.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
3. Drekadalur 1-3-5-7 (2023050001)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir tvílyftu fjölbýlishúsi með átta íbúðum sbr. aðaluppdráttum i62 teiknistofu dags. 30.03.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
4. Bergvegur 12 (2022110285)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir bílgeymslu sunnan við núverandi aldursfriðað hús sbr. aðaluppdráttum frá GLÓRU teikistofu dags.08.11.2022. Erindið var áður á dagskrá 24.11.2022, þá vísað til skipulagsráðs. Skipulagsbreyting samþykkt eftir grenndarkynningu.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
5. Efstaleiti 41 (2023030217)
Tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd fyrir breytingum, stækkun á bílastæði og timburverönd. Setja á lóð útigeymslu, garðskála og heitan pott. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Erindi móttekið, fjölgun bílastæða vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
6.Drekadalur 4 (2023050259)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki III fyrir leikskóla sbr. aðaluppdráttum GLÓRU teiknistofu dags.23.11.2022.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
7. Sólvallagata 6A (2023030413)
Umsókn um bygginarleyfi í umfangsflokki III fyrir endurbótum á ytra og innri byrði A og D álmu sbr. aðaluppdráttum ARKÍS arkitektum dags.07.03.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
8. Bakkavegur 17 (2023040415)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir stækkun, 1. áfangi stækkun til austurs mhl.02 og 2. áfangi stækkun til suðvesturs mhl.01 sbr. aðaluppdráttum A2F teiknistofu dags.23.05.2023. Skipulagsbreyting samþykkt eftir grenndarkynning.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
9. Tjarnabraut 2 (2022030429)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum sbr. aðaluppdáttum KRark teiknistofu dags. 01.07.2023. Erindið hefur farið fyrir skipulagsráð og í grenndarkynningu, skipulagsbreytingar samþykktar.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
10. Drekadalur Mastur (2023030692)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir að setja upp stálmastur með farsímabúnaði sbr. uppdráttum Strendings ehf dags.29.03.2023. Erindið var áður á dagskrá 04.04.2023, þá vísað til skipulagsráðs.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
11. Aðalgata 60 (2023050073)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki III fyrir breytingum innan og utandyra ásamt niðurifi á viðbyggingu sbr. aðaluppdráttum ARKÍS teiknistofu dags. 04.04.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
12. Njarðvíkurheiði Tengi (2023030547)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki III fyrir rofa- og spennuhúsi sbr. aðaluppdráttum Gísla arkitekt dags.02.05.2022, breytingar 02.05.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
13. Suðurbraut 890 (2023050232)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dags.09.05.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
14. Keilisbraut 773 (2023040331)
Umsókn sækir um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innanhúss sbr.aðaluppdráttum OMR verkfræðistofu dags.21.03.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála. Krafa er gerð um eignaskiptayfirlýsing.
15. Kliftröð 2 (2023010621)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dagsett 23.01.2023. Erinið var áður á dagskrá 09.02.2023, þá vísað til skipulagsráðs. Skipulagsbreyting samþykkt eftir grenndarkynningu.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
16. Klettatröð 3 (2023050306)
Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innanhúss sbr. lagnateikningu frá Óla J. Sigurðssyni dags.08.03.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
17. Berghólabraut 3 (2023040518)
Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir gámi og tanki sbr. meðfylgjandi gögnum. Áður hefur verið veitt stöðuleyfi til eins árs.
Stöðuleyfi veitt til eins árs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:12