352.fundur

15.08.2023 08:30

352. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn að Tjarnarkaffi, Tjarnargötu 12, 15. ágúst 2023, kl. 08:30

Viðstaddir:Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigurður Þór Sigurðsson fulltrúi og Brynja Þóra Valtýsdóttir ritari.

1. Móavellir 10-12 (6) (2023060355)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi með 33 íbúðum sbr. aðaluppdráttum THG arkitektum dags.15.06.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Reynidalur 2 (2023070212)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir fjölbýlishúsi með 19. íbúðum sbr. aðaluppdráttum KRark teiknistofu dags. 12.02.2021.
Erindi frestað. Hönnunargögn ófullnægjandi.

3. Háseyla 33 (2023040414)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir sólstofu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf dag.22.04.2023., Erindið var áður á dagskrá 27.04.2023 þá vísað til skipulagsráðs, erindið samþykkt eftir grenndarkynningu.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Flugvellir 8 (2022110552)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir rafhleðslustöð sbr. aðaluppdráttum mansard teiknistofu dags. 22.11.2022. Erindið var áður á dagskrá 23.02.2023, byggingaráform samþykkt, en færsla á byggingarreit vísað til skipulagsráðs, erindið samþykkt eftir grenndarkynningu.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Fitjabraut 5 (2023070155)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir atvinnuhúsnæði sbr. aðaluppdráttum JeES arkitektum dags. 28.06.2023
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Fitjar 2 mhl.01 01-0110 (2023060356)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum utanhúss sbr. aðaluppdráttum ARKÍS arkitektum dags. 19.04.2021, uppfært dags. 24.05.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Skólavegur 6 (2023070060)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki III fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum Teiknistofu TRÖÐ dags. 03.07.2023
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Fitjabraut 1A (2023070172)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum utanhúss sbr. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf dags. 12.07.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

9. Grænásbraut 619 (2023070356)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum OMR teiknistofu dags.27.06.2023.
Erindi frestað. Hönnunargögn ekki í samræmi við fyrirhugaðar breytingar.

10. Tjarnabraut 5 (2023070059)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir breytingum innanhúss sbr. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf dags. 30.06.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

11. Hringbraut 108 (2023070156)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki III fyrir stöðuleyfi til tveggja ára fyrir 12 kennslustofum auk stakstæðri kennarastofu sbr. aðaluppdráttum GLÓRU ehf dags. 11.07.2023
Byggingaráform samþykkt.

12. Kliftröð 5 (2023080166)

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 1. stk 40 feta gámi. Meðfylgjandi er ljósmynd og samþykki eiganda.
Stöðuleyfi til eins árs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:58