356. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. nóvember 2023, kl. 09:00
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Susan Ásrún Osborne ritari.
1. Sjónarhóll 4 (2023110034)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II til að byggja 8834,4 m2 gagnaver. Burðarvirki hússins er límtrésgrind sem reist er á staðsteyptar undirstöður og botnplötu. Starfsmannaaðstaða er á nærliggjandi lóð, Sjónarhóli 6.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
2. Flugvellir 10 (2023110033)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I um að rekstraeiningar verða sameinaðar, innra skipulagi verði breytt og aðlagað, tveimur vindföngum verði bætt við anddyri fyrir viðskiptavini á norður- og vesturhlið.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
3. Háaleitishlað 25 (2023100426)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsóknin felst í hækkun á þaki. Verulegur leki er á viðbyggingunni sem er með flatt þak. Fyrirhugað er að hækka þakið og hafa það einhalla um 4 gráður.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
4. Ægisgata við Duustorg (2023100310)
Sótt er um stöðuleyfi frá 12.12.2023 til 15.01.2024 fyrir 4 stk. 20 feta sölugámum. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu.
Erindi samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 15.01.2024.
5. Fitjabraut 2 (2023090701)
Tilkynnt er um stækkun á hurðargati í verslun.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30