359. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. mars 2024, kl. 09:00
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdarsviðs, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.
1. Iðavellir 11 (2024020374)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu á einni hæð, 200m2 með steyptum sökkli, plötu með stálgrind og klætt með samlokueiningum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
2. Huldudalur 29-33 (2024020303)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir raðhúsi. Umsókn felst í breytingum á áður samþykktum teikningum á þessari lóð, vegna breytinga í þjóðfélagi var ákveðið að minnka húsið og leggja inn nýjar teikningar.
Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.
3. Umsókn um stöðuleyfi / Seljavogur (2024020278)
Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn 40 feta gám við Seljavog 2A. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáms.
Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 5. mars 2025.
4. Dalsbraut 3 (2024020238)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða svalalokanir fyrir sérsvalir allra eignarhluta Dalsbrautar 3.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
5. Keilisbraut 762 (2024020220)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða nýtt anddyri og matsal á einni hæð framan við núverandi Hótel Konvin. Erindið var grenndarkynnt og lauk án athugasemda.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
6. Umsókn um stöðuleyfi / Hólmbergsbraut 17-19 (2024020205)
Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn 40 feta gám við Hólmbergsbraut 17-19. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáms.
Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 5. mars 2025.
7. Umsókn um stöðuleyfi / Fitjar, Reykjanesbær (2024020200)
Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn 20 feta gám við Fitjar 2. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáms.
Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 5. mars 2025 með fyrirvara um jákvæða umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
8. Hafnargata 23 (2022120358)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum á núverandi atvinnuhúsnæði. Breytingin felst í minnkun á núverandi verslunarhluta og aukarými breytt í íbúð.
Byggingaráform samþykkt, skila þarf inn nýrri eignaskiptayfirlýsingu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30