363. fundur

17.05.2024 13:00

363. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grófinni 2 þann 16. maí 2024, kl. 13:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Brekkustígur 2 (2024050175)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir niðurrifi. Til stendur að rífa þakvirki og alla veggi ofan við steypta plötu 1. hæðar. Halda eftir kjallara og botnplötu 1. hæðar. Svæðið verður afmarkað með 2 metra háum vinnugirðingum á meðan rifum stendur.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Umsókn um stöðuleyfi / Göngustígur við Drekadal (2024050122)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir 2 gámum. Um er að ræða 20ft gám sem notað verður undir skrifstofurými ásamt 10ft salernisgám sem er samsettur við 20ft gáminn. Gámarnir verða tengdir við vatn, frárennsli og rafmagn. Staðsetning er á göngustíg sem ekki er áætlað að verði kominn í notkun fyrr en heildarsvæðið fer í vinnslu eftir sirka 2-3 ár.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 16. maí 2025.

3. Grófin 10 (2024050107)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. fyrir viðbyggingu á iðnaðarhúsi. Um er að ræða geymslur á einni hæð með kjallara og milligólfi.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Bogatröð 11 (2024050025)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða 40,5m2 viðbyggingu á atvinnuhúsnæði fyrir afgreiðslu á 1. hæð samtengt núverandi húsnæði. Engin votrými verða í rýminu og veitutengingar tengjast inn á núverandi kerfi.

Erindi vísað til skipulagsfulltrúa til frekara úrlausna.

5. Aðalgata 62 (2024040475)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Húsnæðið er verslunar- og skrifstofuhús. Á fyrstu hæð er matvöruverslun og sérverslanir en á annari hæð er skrifstofustarfsemi og tannlæknastofur. Vöruaðkoma er á norðurhluta lóðar og aðstaða fyrir sorpgáma er í yfirbyggðu porti við norðurhluta byggingar. Áætlaður fjöldi starfsmanna í matvöruverslun er 10, í sérverslunum 6, á tannlæknastofu 15 og í skrifstofurýmum 70.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Hólabraut 11 (2024040406)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða breytingu á innra skipulagi íbúðar, opnun milli eldhúss og stofu sem og inn í gang. Saga þarf op í steypta veggi og koma fyrir stálbita.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Keilisbraut 771 (2024040405)

Sótt er sækir um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir framkvæmdum á olíuskilju. Áætlað er að þvo/skola af bílaleigubílum sem tengjast bílaleigu sem rekin er á svæðinu.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Risadalur 4 (2024040404)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða Risadal 4 sem er Mhl02 á lóðinni Risadalur 2-4. Fjölbýlishús á tveim hæðum með fimm íbúðum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

9. Umsókn um stöðuleyfi / Brimdalur 7 (2024040355)

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20ft gámi. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 16. maí 2025.

10. Risadalur 2 (2024040330)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða Risadal 2 sem er Mhl01 á lóðinni Risadalur 2-4. Fjölbýlishús á tveim hæðum með 4 íbúðum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

11. Huldudalur 1-3 (2024040033)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða steypt parhús með einhallandi timburþaki. Útveggir einangraðir og klæddir að utan. Hvor íbúð hönnuð fyrir fjóra íbúa. Sótt var um aukið byggingarmagn á lóð og það samþykkt á 334. fundi USK þann 15.mars 2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

12. Klapparstígur 11 (2024040032)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða flutning á friðuðu húsi frá núverandi staðsetningu á Hafnargötu 24 á nýja lóð á Klapparstíg 11. Húsið er einbýli á einni hæð með kjallara og rishæð. Gert er ráð fyrir að byggja nýjan sökkul/kjallarahæð sem húsið verður flutt á.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

13. Kirkjuvegur 8 (2024040031)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða flutning á friðuðu húsi frá núverandi staðsetningu á Hafnargötu 22 á nýja lóð á Kirkjuvegi 8. Húsið er einbýli á einni hæð með kjallara og rishæð. Gert er ráð fyrir að byggja nýjan sökkul/kjallarahæð sem húsið verður flutt á.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

14. Sunnubraut 31 (2024030501)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða nýjan vaktturn ofan á þak sundmiðstöðvarinnar. Umsókn var vísað til skipulagsráðs og samþykkt á 337. fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 3. maí 2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

15. Brekadalur 62-66 (2023120285)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða raðhús með þremur íbúðum sem eru 149,6 m² hver, alls 448,8 m², breyting frá lóðablaði er að húsið er látið stallast um 0,50 (ekki um einn stall sem er 0,50 og annan sem er 1,50) síðan hús lækkað þannig að hæðartölur og aðkoma að húsum gangi upp.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

16. Huldudalur 23-27 (2023120264)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða raðhús með þremur íbúðum sem eru 149,6 m² hver, alls 448,8 m², breyting frá lóðablaði er að húsið er lækkað um 0,50 m, annars ganga hæðartölur og aðkoma að húsum ekki upp.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30