364. fundur

11.06.2024 10:00

364. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grófinni 2 þann 11. júní 2024, kl. 10:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Austurbraut 2 - Merkjalýsing (2024060056)

Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Austurbraut 2.

Merkjalýsing staðfest.

2. Tilkynningarskyld mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi / Njarðavellir 8 (2024060031)

Tilkynnt er um svalalokanir að Njarðarvöllum 8. Eftirtaldar íbúðir hafa pantað lokanir í samræmi við sömu tegund og þegar hafa verið uppsettar á framhlið hússins: 102, 103, 111, 113, 115, 201, 202, 204, 205, 208, 209, 213, 215, 301, 302, 304, 402, 404.

Embætti Bygginarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.

3. Fitjabraut 4 (2024050488)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða byggingu á iðnaðarhúsi á lóðinni Fitjabraut 4, erindið var grenndarkynnt og samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Umsókn um stöðuleyfi / Brekkustígur 39 (2024050465)

Sótt er um stöðuleyfi fyrir einum 1,7x2,5m gám. Gámurinn er rafstöð. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáms.

Stöðuleyfi samþykkt með fyrirvara um leyfi Heilbrigðiseftirlitsins. Stöðuleyfi veitt til 11. júní 2025.

5. Heiðarbraut 12 (2024050406)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða byggingu á sólstofu til suðurs, ca. 25 m² brúttó. Útveggir yrðu úr timbri/gleri, á steyptum undirstöðum og plötu, þak úr timbri, einangrað og klætt bárujárni eins og það sem fyrir er, gluggar og hurðir úr timbri/áli. Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið grenndarkynnt og samþykkt án athugasemdar.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Hringbraut 99 (2024050268)

Sótt er um byggingarleyfi. Um er að ræða breytingu á efri hæð sem í dag er skráð skrifstofa í tvær íbúðir. Erindið hefur hlotið samþykki Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Skólavegur 1 (2024050267)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða breytingu á núverandi húsnæði í leikskóladeild fyrir Tjarnarsel.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20