366. fundur

08.08.2024 08:30

366. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grófinni 2 þann 8. ágúst 2024 kl. 08:30

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Smiðjuvellir 3 (2024070430)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða 92 geymslubil í fjórum aðskildum byggingum. Húsin eru límtrésbyggingar á staðsteyptum undirstöðum klædd með yleiningum. Umsókn þessi nær til matshluta 1 en skipulag lóðar og staðsetning annarra matshluta kemur fram á afstöðumynd.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Fitjar 1 (2024070380)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í að rafmagnshleðslustæðum verði komið fyrir á lóð.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Tjarnargata 12 (2024070162)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða innanhússbreytingu á fyrstu hæð hússins í austurenda, fyrsti áfangi af fjórum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

4. Breiðbraut 671 (2024060404)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í að komið verði fyrir björgunarsvölum utan á allar íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt björgunaropi utan við björgunarsvalirnar og björgunarop í glugga á 1. hæð í sömu línu. Skráningartöflur breytast.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Klettatröð 19a (2024060380)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í breytingu á eignahluta 0102 þannig að henni verði skipt upp í 3 eignir. Veggir settir milli bila og hurðir/gluggar í útveggi.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Grófin 8 (2024060342)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III skv. 3. grein reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Skv. 4 grein sömu reglugerðar fellur starfsemi undir lið b og d, stærra gistiheimili og gistiskálar, þ.e. hluti jarðhæðar verður útbúin sem gistiskáli skv. lið d og efri hæð verður hefðbundið gistiheimili. Breytingar á innra rými snúa að jarðhæð þar sem salernum er fjölgað, þvottahús er útbúið og morgunverðarsalur færður auk þess sem gistiskáli verður innréttaður.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Kalmanshraun 1 (2024060275)

Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Kalmanshraun 1.

Merkjalýsing staðfest.

8. Melás 5 (2024060151)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

9. Einidalur 1 (2024060091)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð. Byggingin er staðsteypt með einangruðum steypumótum Nudra ESM.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

10. Klettatröð 13 (2024060001)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða nýbyggingu með 18 iðnaðar- og þjónusturýmum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.