368. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grófinni 2 þann 5. september 2024 kl. 11:00
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.
1. Hringbraut 130 (2024080386)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Sótt er um að byggja tímabundið skrifstofuhúsnæði fyrir lögregluna á Suðurnesjum, hámarksfjöldi áætlaður 70 manns á vaktaskiptum. Um er að ræða skrifstofubyggingu og starfsmannaaðstöðu. Starfsemin er tengd hluta af núverandi lögreglustöð.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
2. Hringbraut 130 - Tilkynningaskyld mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi (2024080384)
Tilkynnt er um mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild og -leyfi. Um er að ræða breytingu á innra skipulagi sem felst í að afgreiðslu verði breytt í skrifstofu, fangageymslu breytt í gang á útisvæði fanga auk smávægilegra breytinga á efnisnotkun í lofti og fl.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.
3. Lóð úr landi Hvamms, L218304 (2024080291)
Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir einn hluta jarðarinnar L218304, Hvamms í Höfnum.
Merkjalýsing staðfest.
4. Dalsbraut 8 (2024080287)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Á lóðinni er fyrirhugað að reisa þriggja hæða fjölbýlishús. Húsið er hannað á grundvelli algildrar hönnunar.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
5. Njarðvíkurbraut 51-55 (2024060381)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða fjögur smáhús á lóð, um 29 m2 á stærð.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30.