369. fundur

03.10.2024 09:00

369. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grófinni 2 þann 3. október 2024 kl. 09:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Kalmanshraun 1 (2024100029)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Umsókn felst í byggingu á fiskeldisstöð á landi við Kalmanshraun 1.

Erindi frestað, gögn ófullnægjandi.

2. Dvergadalur 12 (2024100001)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Umsókn felst í byggingu á forsteyptu tveggja hæða fjölbýlishúsi með 10 íbúðum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Smiðjuvellir 3 (2024090691)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um niðurrif á mhl02, til stendur að flytja húsið á annan stað.

Erindi samþykkt.

4. Umsókn um stöðuleyfi / Berghólabraut 3 (2024090632)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs, fyrir einum 40 ft. gámi og einum 10 ft. gámi. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáma.

Erindi frestað.

5. Umsókn um stöðuleyfi / Ásbrú klettatröð landnr.: 226379 (2024090545)

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir 18 m2 frístundahúsi í smíðum.

Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 3. október 2025.

6. Selás 18 (2024090339)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa.

7. Sólvallagata 6A - A og C álma (2024090321)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Um er að ræða uppbyggingu á A og C álmu.

Erindi frestað.

8. Þrastartjörn 44 (2024090184)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um heimild til þess að reisa bílskúr.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. Djúpivogur 2, 3, 4 og 6. (2024080429)

Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Djúpavog 2, 3, 4 og 6.

Erindi frestað.

10. Tjarnargata 9A - Merkjalýsing (2024080004)

Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Tjarnargötu 9A.

Merkjalýsing staðfest.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.