371. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Grófinni 2 þann 22. október 2024, kl. 09:00
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.
1. Vatnsnesvegur 22 (2024100261)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um að rífa bílskúr á lóðinni. Hætta er farin að skapast af byggingunni og þörf á því að rífa sem fyrst. Eigendur hafa hug á því að byggja upp að nýju.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
2. Erindi til byggingarfulltrúa / Hafnargata 86 (2024100259)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í að setja samrunaskilju við frárennsli frá þvottastöð.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
3. Djúpivogur 6 (2024100226)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð byggt úr timbri á steyptum undirstöðum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
4. Djúpivogur 4 (2024100225)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð byggt úr timbri á steyptum undirstöðum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
5. Djúpivogur 3 (2024100224)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð byggt úr timbri á steyptum undirstöðum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
6. Djúpivogur 2 (2024100223)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð byggt úr timbri á steyptum undirstöðum.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
7. Garðavegur 9 (2024100180)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um að byggja steinsteypta viðbyggingu við núverandi hús, þaki verður breytt auk fleiri tilfallandi breytinga.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
8. Faxabraut 69 (2024100157)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða viðbyggingu úr timbri, sem kemur vestan megin við húsið.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
9. Umsókn um stöðuleyfi / Hafnargata 12 (2024100030)
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 2,2m x 3,5m matarvagni við Hafnargötu 12 frá 1. október 2024 til 1. maí 2025.
Umsókn um stöðuleyfi hafnað, vantar samþykki frá lóðareiganda.
10. Kalmanshraun 1 (2024100029)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Umsókn felst í byggingu á fiskeldisstöð á landi við Kalmanshraun 1. Erindi var frestað vegna ófullnægjandi gagna á 369. Afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 3. október 2024.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
11. Þjóðbraut 838 (2023060205)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Óskað er eftir leyfi til að setja 4 rafstöðvagáma við vesturhlið hússins og kælibúnað á þak byggingarinnar 3 stk.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
12. Sjávargata 33 (2020010328)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í útlitsbreytingu á ytra byrði hússins. Gluggar þar sem lausa fög úr svefnrýmum eru verði stækkuð auk þess að bæta við svölum úr timbri á staðsteyptar undirstöður. Svalir hafa áður verið grenndarkynntar. Engin breyting hefur verið á stærð eða umfangi síðan grenndarkynning fór fram.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:30