372. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. nóvember 2024 kl. 10:00
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og skipulagssviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.
1. Vatnsnesvegur 12 (2024110063)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í að anddyri við inngang líkamsræktarstöðvar mhl. 03 er stækkað.
Erindi vísað til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.
2. Tjarnabraut 26 (2024110025)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Umsókn felst í að byggja steypt einbýlishús á einni hæð.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
3. Flugvallarsvæði úr Re (2024110024)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Sótt er um byggingarleyfi vegna tækjahúss og fjarskiptamasturs á 400 m2 lóð við Pétursvelli 2. Lokið er við gerð deiliskipulags, lóðin hefur verið hnitasett og mun fá lóðarnúmer innan skamms.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
4. Umsókn um stöðuleyfi / Ægisgata við Duustorg (2024110002)
Sótt er um stöðuleyfi frá 12.12.2024 – 12.01.2025 fyrir 4 stk. 20 feta sölugámum. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu gáma.
Erindi samþykkt, stöðuleyfi veitt til 12. janúar 2025.
5. Hjallalaut 15 (2024100455)
Sótt er um að byggja einbýli á einni hæð.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
6. Umsókn um stöðuleyfi / Samkomutjald (2024100409)
Sótt er um stöðuleyfi fyrir samkomutjaldi.
Erindi hafnað. Samþykki lóðarhafa liggur ekki fyrir.
7. Erindi til byggingarfulltrúa / Bolafótur 13 (2024100335)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í uppsetningu á olíuskilju.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
8. Hringbraut 94 (2024100311)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða breytingu á innra skipulagi ásamt ísetningu á nýjum gluggum. Fyrirhugað er að breyta núverandi bílageymslu í íbúð. Íbúðin er hönnuð fyrir fjóra. Þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og geymsla.
Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi. Samþykki meðeiganda vantar.
9. Trölladalur 2 - 10 (2024100158)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Sótt er um leyfi til að reisa fimm sjálfstæð tvíbýlishús.
Erindi frestað. Um er að ræða 10 íbúðarkeðjuhús ekki 5 sjálfstæð tvíbýlishús.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.