373. fundur

21.11.2024 10:00

373. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. nóvember 2024, kl. 10:00

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Rúna Osborne fulltrúi/ritari.

1. Smiðjuvellir 3 (2024110257)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða 92 geymslubil í fjórum aðskildum byggingum. Húsin eru límtrésbyggingar á staðsteyptum undirstöðum klædd með yleiningum. Umsókn þessi nær til matshluta 2 en skipulag lóðar og staðsetning annarra matshluta kemur fram á afstöðumynd.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Hjallavegur 2 (2024110155)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um að endurinnrétta núverandi poppminjasafn fyrir bókasafn Reykjanesbæjar.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Steinás 31 (2024110114)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í viðbyggingu við efri hæð einbýlishúss. Byggt er yfir svæði þar sem nú eru svalir.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagfulltrúa með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Valhallarbraut 761 (2024110113)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Umsókn felst í að standsetja 45 íbúðir í húsnæðinu.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

5. Funatröð 6 (2024110097)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í breytingum á brunavörnum hússins.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Trölladalur 2 - 10 (2024100158)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða 10 íbúðarkeðjuhús á tveimur hæðum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Faxagrund 3 (2024080187)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Umsókn felst í að byggja viðbyggingu við núverandi húsnæði. Einnig er sótt um að sameina matshluta 1 og 2.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

8. Hafnargata 58 (2024070439)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um leyfi til reksturs gistiheimilis í flokki 2, að Hafnargötu 58, Reykjanesbæ, 1. hæð, skv. meðfylgjandi teikningum. Gert er ráð fyrir 7 herbergjum, einnig er gert ráð fyrir móttöku og setustofu og sameiginlegri salernis- og sturtuaðstöðu auk sameiginlegri eldhúsaðstöðu. Núverandi skráning er heimagisting.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

9. Móavellir 3, 5 og 6 (2024060377)

Óskað er eftir samþykki á merkjalýsingu fyrir Móavelli 3, 5 og 6.

Merkjalýsing staðfest.

10. Heiðartröð 557 (2024030551)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um að fá samþykkta uppdrætti af löngu byggðri 245,8 fermetra iðnaðar- /geymsluskemmu. Húsnæðið skiptist í tvo sali með kaffiaðstöðu og anddyri.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40