374. fundur

05.12.2024 10:30

374. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. desember 2024, kl. 10:30

Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og ritari.

1. Heiðarhvammur 10 (2024120047)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir flutning á kálfum sem nú standa við Holtaskóla yfir í Heiðarskóla. Fyrirhugaður flutningur eru á pláss innan lóðar Heiðarskóla sem áður stóðu kálfar sbr. aðaluppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 21.11.2024

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Háholt 21 (2024120046)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. aðaluppdráttum Riss verkfræðistofu dags. 1.10.2023.

Erindi vísað til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

3. Suðurtún 5 (2024120022)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir breytingum á stiga í bílageymslu upp í ris, innréttingu bætt við í alrými og sólstofu breytt. sbr. aðaluppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 21.11.2024.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Tjarnabraut 34 (2024110304)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á einni hæð sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf. dags 22.11.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

5. Brekadalur 54 (2024110303)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. aðaluppdráttum JeES arkitekta dags. 19.11.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Brekadalur 42 (2024110302)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. aðaluppdráttum JeES arkitekta dags. 19.11.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

7. Brekadalur 5 (2024010261)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. aðaluppdráttum RÝMA arkitekta dags. 11.1.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50