375. fundur

09.01.2025 11:00

375. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. janúar 2025, kl. 11:00

Viðstaddir: Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, MargrétLilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Tjarnabraut 36 (2024120361)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishúsi á einni hæð sbr. aðaluppdráttum I62 ehf. dags 27.12.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

2. Dvergadalur 1, 3 og 5 (2024120313)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða þrjú tveggja hæða fjölbýlishús á einni lóð. Hús númer 1, 3 og 5 sbr. aðaluppdráttum frá Apparat ehf. dags. 26.11.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

3. Valhallarbraut 744 (2024120312)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða breytingu á innra skipulagi sem felur í sér fjölgun íbúða sbr. aðaluppdráttum frá OMR ehf. dags. 09.12.2024.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

4. Bogatröð 27 (2024120311)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða skiptingu eldra húsnæðis í 2 matshluta sbr. aðaluppdráttum frá Beimur ehf. dags. 29.11.24.

Erindi frestað. Óskað verður eftir skýrari gögnum.

5. Fitjabraut 3 (2024120203)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Sótt er um að bæta við útihurð ásamt olíuskilju sbr. aðaluppdráttum frá Beimur ehf. dags. 08.12.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

6. Vallarás 13 (2024120202)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða einbýlishús á 1 hæð sbr. uppdráttum frá KRark ehf. dags. 11.12.2024.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

7. Pétursvöllur 2 - merkjalýsing (2024120117)

Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu fyrir Pétursvöll 2.

Merkjalýsing staðfest.

8. Njarðvíkurbraut 31 (2024120066)

Sótt er byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða leyfi til að byggja geymslu við núverandi fasteign sbr. uppdráttum frá Verkís, dags. 06.11.2024.

Erindi frestað.

9. Brekadalur 11 (2024110371)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Sótt er um breytingu á núverandi byggingarleyfi sbr. uppdráttum frá Teiknistofunni Óðinstorgi, dags. 12.12.2024.

Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

10. Steinás 31 (2024110114)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Óskað er eftir því að byggja viðbyggingu ofan á bílskúrsþak sbr. aðaluppdráttum frá Beimur ehf. dags. 27.10.2024.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

11. Brekkustígur 2 (2024060216)

Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki III. Óskað eftir að koma fyrir færanlegum kennslustofum.

Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.10