377. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. febrúar 2025, kl. 09:00
Viðstaddir: Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdarsviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sigurður Þór Arason fulltrúi og Aron Ingi Valtýsson fulltrúi og ritari.
1. Tilkynningarskyld mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi / Hafnagata 14 (2025020159)
Tilkynnt er um tilkynningaskylda mannvirkjagerð undanþegna byggingarheimild- og leyfis. Óskað er leyfis fyrir uppsetningu á heitum potti í bakgarði og á lóð hússins að Hafnagötu 14 í Höfnum.
Embætti Byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við erindið.
2. Stakksbraut 15 - Merkjalýsing (2025020074)
Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingu vegna stofnunar lóðar við Stakksbraut 15.
Merkjalýsing staðfest.
3. Móavellir 5 (2025010518)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki II. Um er að ræða fjölbýlishús á 4 hæðum sbr. aðaluppdráttum THG arkitekta dags. 22.1.2025.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
4. Þjóðbraut 838 (2025010517)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða viðbyggingu við núverandi húsnæði sbr. aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 20.1.2025.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.
5. Iðavellir 4B (2023110348)
Sótt er um byggingarleyfi í umfangsflokki I. Um er að ræða viðbyggingu við núverandi húsnæði ásamt breytingu á innra skipulagi sbr. uppdráttum Ónyx ehf. dags. 8.11.2023.
Byggingaráform samþykkt. Erindið uppfyllir gildandi skipulagsskilmála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:20