1198. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. desember 2018 kl. 08:00.
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders , Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018 (2018120119)
Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir viðaukaáætlun 2018 og breytingar á fjárheimildum á grundvelli hennar.
2. Fjármál Reykjanesbæjar - erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2018120123)
Lagt fram.
3. Umboð til kjarasamningsgerðar (2018120038)
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð fyrir sína hönd.
4. Helguvík - breyting á deiliskipulagi (2018100079)
Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mætti á fundinn. Minnisblað frá Elvari Erni Unnsteinssyni lögmanni lagt fram.
Bæjarráð óskar eftir því að leitað verði svara hjá Skipulagsstofnun hvers vegna lögfræðingar hagsmunaaðila í málinu þ.e. Stakksbergs fengu afhentar spurningar frá Reykjanesbæ er lúta að deiliskipulagsbreytingum í Helguvík og heimild til þess að skila inn athugasemdum áður en stofnunin svaraði Reykjanesbæ.
- Eru þetta alvanaleg vinnubrögð Skipulagsstofnunar?
- Telur Skipulagsstofnun að með þessu sé verið að gæta hlutleysis?
- Á hvaða lagagrundvelli tók Skipulagsstofnun ákvörðun um að afhenda Stakksbergi spurningar Reykjanesbæjar?
5. Íþróttamannvirki í Reykjanesbæ - greining á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar (2018020005)
Sigurbjörn Bogi Jónsson og Sverrir Bollason frá VSÓ ráðgjöf, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð mælir með að skýrsluhöfundar kynni niðurstöður fyrir íþróttahreyfingunni.
6. Aðalfundur Hljómahallar-veitinga ehf. 17. desember 2018 (2018120081)
Bæjarráð felur bæjarstjóra fullt umboð til að greiða atkvæði á aðalfundinum.
7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. nóvember 2018 (2018030416)
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 3. desember 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 6. desember 2018 (2018010222)
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 5. desember 2018 (2018010242)
Fundargerðin lögð fram.
11. Lántaka Brunavarna Suðurnesja vegna nýrrar slökkvistöðvar (2018120118)
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki einfalda ábyrgð og veðsetji til tryggingar tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, samanber heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láni til Brunavarna Suðurnesja hjá Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga að höfuðstóli allt að kr. 550.000.000 með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055.
12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ungmennafélags Njarðvíkur um tækifærisleyfi (2018120105)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2018120110)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
14. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2018020015)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.