1200. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. janúar 2019 kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Saga Keflavíkur 1949 - 1994 (2018120341)
Í tilefni af 1200. fundi sínum í dag, samþykkir bæjarráð að hefja undirbúning ritunar fjórða og síðasta hluta sögu Keflavíkur frá 1949 til 1994 en á þessu ári eru liðin 70 ár frá því að Keflavíkurkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi.
2. Eftirlitsaðili Stapaskóla – útboð (2016110190)
Bæjarráð sem jafnframt er byggingarnefnd Stapaskóla staðfestir ákvörðun sína um að taka tilboði VSB Verkfræðistofu sem eftirlitsaðila og byggingarstjóra með byggingu á Stapaskóla skv. útboði sem var opnað þann 21. desember 2018.
3. Breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 (2017030458)
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 og vísar tillögunum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
4. Framlag til reksturs Reykjaneshafnar á árinu 2018 (2018100215)
Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 19. desember 2018 þar sem ráðherra heimilar Reykjanesbæ á grundvelli 2. málsl. 3. mgr. 18. gr. hafnalaga nr. 61 frá 2003 að leggja Reykjaneshöfn til fjármagn sem nemur 200 milljónum króna á árinu 2018.
5. Magma bréfið - drög að minnisblaði (2015060565)
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður var í símasambandi og gerði grein fyrir málinu.
6. Ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd (2018120261)
Bæjarráð tilnefnir Eystein Eyjólfsson (S) og Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur (Y) sem fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2001 um stjórn vatnamála og reglugerðar nr. 915/2011 um stjórn vatnamála.
7. Breyting á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands (2018120280)
Lagt fram.
8. Námskeið um samráð og þátttöku almennings (2018120281)
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
9. Endurskoðun kosningalaga (2018120339)
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. janúar 2019.