1427. fundur

13.07.2023 00:00

1427. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. júlí 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Margrét A. Sanders.

Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll. Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.

1. Þróunarreitir - kaup á landi og sala byggingarréttar (2023070141)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Lagt fram.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

2. Gatnagerðargjöld – stærra atvinnuhúsnæði (2023070139)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Lögð fram tillaga um að hlutfall gatnagerðargjalda fyrir iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði, 10.000 m² og stærra verði 3,5%.

Bæjarráð samþykkir tillöguna 5-0.

3. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 10. júlí 2023 (2019110200)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla lögð fram. Farið var yfir tilboð sem bárust vegna Stapaskóla, 3. áfanga.

Bæjarráð samþykkir að hafna tilboði ÍAV í Stapaskóla, 3. áfanga.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði í parket í Stapaskóla 2 frá Agli Árnasyni.

4. Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum (2023070081)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn.

Ríkislögreglustjóri og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óska eftir samstarfi við sveitarfélögin Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga ásamt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum um áframhaldandi þróun á svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og öðrum afbrotum og að gengið verði frá samstarfsyfirlýsingu þess efnis.

Bæjarráð samþykkir að halda áfram samstarfi með svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum í samstarfi við Velferðarmiðstöð Suðurnesja.

5. Sjálfbærniskýrsla Reykjanesbæjar 2022 (2021010385)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti sjálfbærniskýrslu Reykjanesbæjar fyrir árið 2022.

Lagt fram.

6. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 21.-22. september 2023 (2023070125)

Skráning á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna er hafin.

Lagt fram.

7. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Rosasmíði ehf. Vesturgata 36 (2022090295)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka gististað í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

8. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Fundargerð byggingarnefndar 6. júlí 2023 lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð byggingarnefndar 6. júlí 2023

9. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 22. júní 2023 (2023020242)

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 22. júní 2023

10. Eignasjóður Reykjanesbæjar – kosning í stjórn (2023030163)

Erindi frestað.

11. Umsagnarmál í samráðsgátt (2023030286)

Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu.

Umsagnarmál lagt fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast málið í samráðsgátt

12. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 3. júlí 2023 (2023010013)

Lögð fram fundargerð atvinnu- og hafnarráðs.

Fundargerðin samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 3. júlí 2023

13. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 7. júlí 2023 (2023010014)

Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.

Eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 7. júlí voru tekin fyrir til sérstakrar samþykktar:

Þriðja mál fundargerðarinnar Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Fjórða mál fundargerðarinnar Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi (2021050334).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Sjötta mál fundargerðarinnar Grænásbraut 619 (2023060458).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Sjöunda mál fundargerðarinnar Bogatröð 10 - hljóðveggur (2023030655).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Áttunda mál fundargerðarinnar Bílavog við Helguvíkurhöfn (2023010395).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Tólfta mál fundargerðarinnar Háseyla 22 - grenndarkynning (2022110564).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Þrettánda mál fundargerðarinnar Þórustígur 8 - bílastæði (2023070045).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Fjórtánda mál fundargerðarinnar Hraunsvegur 8 - gistiheimili ný gögn (2023030004).

Afgreiðslu frestað.

Fimmtánda mál fundargerðarinnar Aðalskipulag Voga - tillaga að breytingu (2023030442).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Sextánda mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting - ÍÞ1 og ÍB7 Grindavík (2021060053).

Samþykkt 5-0 án umræðu.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 7. júlí 2023

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.05