1441. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 2. nóvember 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Hættumat og vöktun vegna náttúruvár (2023040065). Fjallað um málið undir dagskrárlið 8.
1. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)
Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti á fundinn. Lögð fram tillaga að fjárhagsramma og gjaldskrá Reykjanesbæjar 2024.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 7. nóvember 2023.
2. Dalshverfi III - gatnagerðargjöld (2023100122)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn.
Lögð fram drög að samkomulagi við Grafarholt ehf. vegna tafa á útgáfu lóðarleigusamninga á lóðum í Dalshverfi III.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
3. Seylubraut 1 og Flugvallabraut 710 (2022030093)
Lögð fram drög að kaupsamningi um fasteignina Seylubraut 1 og leigusamningi vegna Flugvallarbrautar 710 Ásbrú.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita kaupsamninginn og leigusamninginn fyrir hönd Reykjanesbæjar.
4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 23. október 2023 (2023010659)
Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
305 fundur HES 23.10.2023
5. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Erna María Jensdóttir, Faxabraut 49 (2023070114)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gistingar í flokki II – C minna gistiheimili.
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
6. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Sæstjarnan ehf., Hátún 1 (2023090329)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gistingar í flokki II – C minna gistiheimili.
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
7. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Lagt fram umsagnarmál.
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
8. Hættumat og vöktun vegna náttúruvár (2023040065)
Umræða í bæjarráði. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir óvissustig Almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.