1508. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 19. mars 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
1. Hitakerfi undir HS Orkuvöll (2021100392)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað vegna beiðni Knattspyrnudeildar Keflavíkur um að koma í notkun lögnum sem voru lagðar undir HS Orku völlinn árið 2010.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum og felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hafþóri B. Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram í málinu.
2. Rafræn vöktun - öryggismyndavélar (2025030173)
Andri Örn Víðisson deildarstjóri upplýsingatæknideildar mætti á fundinn.
Nauðsynlegt er að setja reglu varðandi beiðnir um uppsetningu öryggismyndavéla við stofnanir sveitarfélagsins.
Bæjarráð ítrekar að farið sé eftir upplýsingaöryggisstefnu og persónuverndarstefnu sveitarfélagsins og að verkefni þeim tengd sé miðlað í gegnum upplýsingatæknideild sem sér um að koma þeim í réttan farveg í samvinnu við upplýsingaöryggisstjóra.
3. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Anna Kristjana E. Egilsdóttir, Sólvallagata 12 (2024040445)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og
Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
4. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 11. febrúar og 11. mars 2025 (2025010370)
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð nr. 566
Fundargerð nr. 567
5. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 19. febrúar 2025 (2025010435)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 81
6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. mars 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 972
7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. mars 2025 (2025010161)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
810. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
8. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 13. mars 2025 (2025020452)
Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
52. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 13032025
9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.), 147. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
Umsagnarmál lagt fram.
10. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 20. mars 2025 (2025030282)
Lagt fram aðalfundarboð félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi.
Bæjarráð felur Erlu Bjarnýju Gunnarsdóttur lögfræðingi umhverfis- og framkvæmdasviðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Erlu Bjarnýju Gunnarsdóttur sem aðalmann í stjórn félagsins fyrir sveitarfélagið í stað Gunnars K. Ottóssonar sem tekur sæti varamanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:56. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. apríl 2025.