458. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 24. júní 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Jóhann Snorri Sigurbergsson varabæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varabæjarfulltrúi, Hrefna Gunnarsdóttir fundarritari og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.
1. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 (2014020246)
Böðvar Jónsson, sem lengsta setu hefur í bæjarstjórn, setti fundinn og fór yfir úrslit kosninganna sem fram fóru 31. maí sl.
2. Kosningar til eins árs: (2014060291)
2.1. Forseti bæjarstjórnar.
Böðvar Jónsson óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Önnu Lóu Ólafsdóttur sem forseti bæjarstjórnar og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Anna Lóa Ólafsdóttir nýkjörin forseti þakkaði bæjarfulltrúum traustið.
2.2 1. varaforseti
Elín Rós Bjarnadóttir, sjálfkjörin
2.3. 2. varaforseti.
Magnea Guðmundsdóttir, sjálfkjörin
2.4. Tveir skrifarar og tveir til vara sbr. 16. gr.
Aðalskrifarar Böðvar Jónsson og Guðný B Guðmundsdóttir, sjálfkjörin.
Varaskrifarar Baldur Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson, sjálfkjörnir.
2.5. Bæjarráð 5 aðalmenn og 5 til vara sbr. 44. gr.
Eftirtaldir voru kosnir sem aðalmenn: Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson. Réttkjörnir.
Kristinn Jakobsson lagði fram tillögu um setu í bæjarráði með áheyrnarréttindi, Kristinn Jakobsson sem aðalmann og til vara Halldóru Hreinsdóttur.
Til máls tók Friðjón Einarsson og óskaði eftir fundarhléi.
Að loknu fundarhléi var tilkynnt að samkvæmt lögum ætti fulltrúi Framsóknarflokksins rétt til setu í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi.
Varamenn í bæjarráð. Anna Lóa Ólafsdóttir, Elín Rós Bjarnadóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og
Baldur Guðmundsson. Réttkjörin.
3. Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. 57. gr. (2014060292)
3.1. Yfirkjörstjórn við Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar 3 aðalmenn og 3 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Kristján Friðjónsson og Hildur Ellertsdóttir. Réttkjörin.
Tilnefndir sem varamenn eru Hildur Gunnarsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir og Stefán Ólafsson. Réttkjörin.
3.2. Almannavarnarnefnd 1 aðalmaður og 1 til vara
Tilnefndur er sem aðalmaður Guðlaugur H. Sigurjónsson. Réttkjörinn.
Tilnefndur er sem varamaður Sveinn Númi Vilhjálmsson. Réttkjörinn.
3.3. Atvinnu- og hafnaráð 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Einar Magnússon, Björk Þorsteinsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Davíð Páll Viðarsson og Hjörtur Guðbjartsson. Réttkjörin.
Tilnefndir eru sem varamenn Jóhann Snorri Sigurbergsson, Guðný María Jóhannsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Andri Víðisson og Vilborg Jónsdóttir. Réttkjörin.
Davíð Páll Viðarsson tilnefndur sem formaður ráðsins.
Kristinn Jakobsson óskaði eftir að tilnefna sem áheyrnarfulltrúa Halldór Ármannsson og til vara Baldvin Gunnarsson.
Tillögunni vísað í bæjarráð.
3.4. Barnaverndarnefnd 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Hildur Gunnarsdóttir, Ólafur Grétar Gunnarsson, Halldór R. Guðjónsson, Hólmfríður Karlsdóttir og Sigurrós Antonsdóttir. Réttkjörin.
Tilnefndir sem varamenn eru Guðbjörg Sigurðardóttir, Haraldur Helgason, Freydís K. Kolbeinsdóttir, Elínborg Ó. Jensdóttir og
Katarzyna Kraciuk. Réttkjörin.
Halldór R. Guðjónsson tilnefndur sem formaður ráðsins.
3.5. Eftirlaunasjóður starfsmanna Reykjanesbæjar 1 aðalmaður og 1 til vara
Tilnefningu frestað.
3.6. Fjölskyldu- og félagsmálaráð 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Ingigerður Sæmundsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Sólmundur Friðriksson, Jasmína Crnac og Elfa Hrund Guttormsdóttir. Réttkjörin.
Tilnefndir sem varamenn eru Steinunn Una Sigurðardóttir, Birgitta Jónsdóttir, Dominika Wroblewska, Baldur R. Sigurðsson og Heba M. Sigurpálsdóttir. Réttkjörin.
Elfa Hrund Guttormsdóttir tilnefnd sem formaður.
Kristinn Jakobsson óskaði eftir að tilnefna sem áheyrnarfulltrúa Kolbrúnu Marelsdóttur og til vara Þóru Lilju Ragnarsdóttur. Tillögunni vísað í bæjarráð.
3.7. Fræðsluráð 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Árni Sigfússon, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Elín Rós Bjarnadóttir og Jóhanna Sigurbjörnsdóttir. Réttkjörin.
Tilnefndir eru sem varamenn Haraldur Helgason, Ísak Ernir Kristinsson, Hulda B. Þorkelsdóttir, Sumarrós Sigurðardóttir og Margrét Blöndal. Réttkjörin.
Elín Rós Bjarnadóttir tilnefnd sem formaður.
Kristinn Jakobsson óskaði eftir að tilnefna sem áheyrnarfulltrúa Halldóru Hreinsdóttur og til vara Kolbrúnu Marelsdóttur. Tillögunni vísað í bæjarráð.
3.8. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands 1 aðalmaður og 1 til vara
Tilnefningu frestað.
3.9. Íþrótta- og tómstundaráð 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Lovísa Hafsteinsdóttir, Alexander Ragnarsson og Gunnar H Garðarsson. Réttkjörin.
Tilnefndir sem varamenn eru Sigrún Ævarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Birgir Bragason, Ásgeir Hilmarsson og Hinrik Hafsteinsson. Réttkjörin.
Lovísa Hafsteinsdóttir tilnefnd sem formaður.
Kristinn Jakobsson óskaði eftir að tilnefna sem áheyrnarfulltrúa Guðmund Stefán Gunnarsson og til vara Bjarneyju Rut Jensdóttur. Tillögunni vísað í bæjarráð.
3.10. Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Böðvar Jónsson, Magnea Guðmundsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Friðjón Einarsson. Réttkjörin.
Tilnefndir sem varamenn eru Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Elín Rós Bjarnadóttir og Guðný B. Guðmundsdóttir. Réttkjörin.
3.11. Menningarráð 3 aðalmenn og 3 til vara
Friðjón Einarsson lagði fram breytingartillögu um að fjölga aðal- og varafulltrúum í menningarráði Reykjanesbæjar úr þremur í fimm.
Samþykkt með 7 atkvæðum meirihluta og Kristins Jakobssonar. Jóhann Snorri Sigurbergsson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson og Ingigerður Sæmundsdóttir sátu hjá.
Tilnefnd eru sem aðalmenn Baldur Guðmundsson, Sigrún Ævarsdóttir, Davíð Ö. Óskarsson, Eva B. Sveinsdóttir og Dagný Steinsdóttir. Réttkjörin.
Tilnefndir sem varamenn eru Grétar Guðlaugsson, Hanna Björg Konráðsdóttir, Kristín G. Njálsdóttir, Bjarki M. Viðarsson og Elínborg herbertsdóttir. Réttkjörin.
Eva B. Sveinsdóttir tilnefnd sem formaður.
Kristinn Jakobsson óskaði eftir að tilnefna sem áheyrnarfulltrúa Bjarneyju Rut Jensdóttur og til vara Magneu Lynn Fisher. Tillögunni vísað í bæjarráð.
3.12. Umhverfis- og skipulagsráð 5 aðalmenn og 5 til vara
Tilnefnd eru sem aðalmenn Magnea Guðmundsdóttir, Guðmundur Pétursson, Una M. Unnarsdóttir, Guðni J. Einarsson og Eysteinn Eyjólfsson. Réttkjörin.
Tilnefndir sem varamenn eru Grétar Guðlaugsson, Erlingur Bjarnason, Arnar I. Tryggvason, Þórður Karlsson og Ómar Jóhannsson. Réttkjörin.
Eysteinn Eyjólfsson tilnefndur sem formaður.
Kristinn Jakobsson óskaði eftir að tilnefna sem áheyrnarfulltrúa Einar Friðrik Brynjarsson og til vara Kristinn Þór Jakobsson. Tillögunni vísað í bæjarráð.
Kristinn Þór Jakobsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykki að áheyrnarfulltrúar og varamenn þeirra njóti sömu kjara og aðalfulltrúar í ráðum Reykjanesbæjar.
Samþykkt að senda tillöguna til bæjarráðs.
4. Tillaga um ráðningu bæjarstjóra (2014060332)
Forseti gaf orðið laust um tillöguna. Til máls tók Friðjón Einarsson sem fylgdi tillögunni úr hlaði. Til máls tóku Böðvar Jónsson, Kristinn Jakobsson og Jóhann S Sigurbergsson.
Samþykkt með öllum atkvæðum meirihluta og Kristins Jakobssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
5. Fundargerð bæjarráðs 5/6´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Samþykkt án umræðu 11-0
6. Fundargerð stjórnar BS 30/5´14 (2014010709)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Böðvar Jónsson, Kristinn Jakobsson og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar SSS 6/6´14 (2014010042)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
8. Fundargerð stjórnar SS 19/6´14 (2014011013)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.