459. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 19. ágúst 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Steinunn Una Sigurðardóttir varabæjarfulltrúi, Jóhann S. Sigurbergsson varabæjarfulltrúi og Hjörtur Zakaríasson bæjarstjóri/fundarritari.
1. Fundargerð bæjarráðs 14/8´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundargerð bæjarráðs frá 14/8´14 svo og fundagerðir bæjarráðs í sumarfríi bæjarstjórnar. Til máls tóku Böðvar Jónsson, Kristinn Jakobsson, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Baldur Guðmundsson og Gunnar Þórarinsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
2. Fundargerð atvinnu- og hafnaráðs 13/8´14 (2014010256)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Jóhann S. Sigurbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristinn Jakobsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13/8´14 (2014010200)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Kristinn Jakobsson er lagði fram eftirfarandi bókun:
Í 6. lið í fundargerðar Umhverfis og skipulagsráð, er bókun ráðsins bæði ómarkviss og óljós þar er talað um „svæðið“ hvaða svæði er átt við og hvaða lagnir er verið að leggja. Ég óska eftir því að málin verði frestað og sent Umhverfis- og skipulagráði aftur til frekari glöggvunar.
Það hlýtur að vera krafa okkar bæjarfulltrúa og íbúa Reykjanesbæjar að mál verði bókuð þannig að við getum áttað okkur um hvað þau snúast án þess að geta okkur til um það.
Ég vil ennfremur hvetja forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs og bæjarstjóra að ganga rösklega til verks í að uppfæra verklag, boðun funda, við ritun fundargerða og fundarstjórn. Til glöggvunar má benda á leiðbeinandi gögn frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga um Fundarstjórn og ritun fundargerða ásamt auglýsingu Innanríkisráðuneytisins um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna þá eru ákvæði um afgreiðslu mála í Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 sem ekki er farið eftir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Nú er tækifæri á að losa fundi nefnda og ráða Reykjanesbæjar úr þeim höftum hefða og vana sem ríkt hefur síðastliðin kjörtímabil. Þörf er á breytingum til að gera vinnuna mark- og skilvirkari.
Reykjanesbær 19 ágúst 2014
Kristinn Þ. Jakobsson.
Til máls tóku Friðjón Einarsson og Böðvar Jónsson.
Sérstaklega eru borin upp eftirtalin mál:
3. mál ,,Aðalskipulag sunnan Fitja". Samþykkt 11-0.
4. mál ,,Deiliskipulag sunnan Fitja". Samþykkt 11-0.
5. mál ,,Bakkavegur 17 ósk um lóðarstækkun". Samþykkt 10-0. Friðjón Einarsson situr hjá.
6. mál,, Framkvæmdaleyfi HS Orku. Samþykkt 10-0. Kristinn Jakobsson situr hjá.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
4. Fundagerðir stjórnar BS 9/7 og 6/8´14 (2014010709)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar. Fundagerðirnar lagðar fram án umræðu.
5. Fundargerð stjórnar SS 14/8´14 (2014011013)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.