464. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 4. nóvember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00.
Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hjörtur Zakaríasson fundarritari og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.
1. Fundagerðir bæjarráðs 23/10 og 30/10´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðir bæjarráðs. Til máls tók Friðjón Einarsson. Fundagerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð barnaverndarnefndar 27/10´14 (2014020157)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
3. Fundargerð fræðsluráðs 31/10´14 (2014010165)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kristinn Jakobsson og Anna Lóa Ólafsdóttir forseti bæjarstjórnar er las upp áskorun kennara við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar um kjaramál. Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð stjórnar DS 8/10´14 (2014011012)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
5. Tillaga bæjarfulltrúa Framsóknarflokks að verklagsreglum um fundarritun (2014100513)
Forseti gaf orðið laust um tillöguna. Til máls tóku Kristinn Jakobsson og Friðjón Einarsson er lagði til að vísa tillögunni til bæjarráðs. Til máls tók Böðvar Jónsson.
Samþykkt 11-0 að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið.