466. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 2. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kristján Jóhannsson varabæjarfulltrúi, Jóhann S. Sigurbergsson varabæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Halldóra Hreinsdóttir varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hjörtur Zakaríasson fundarritari og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.
1. Fundagerðir bæjarráðs 20/11 og 27/11´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðir bæjarráðs. Til máls tóku Böðvar Jónsson og Friðjón Einarsson er lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:
Tillaga að breytingum á gjaldskrá Reykjanesbæjar 2015 sem lögð var fram á 1004. fundi bæjarráðs þ. 27. nóv. 2014.
1. Í stað þess að innheimta barnagjald í sund af öllum grunnskólanemendum, eins og gert var ráð fyrir í fyrri tillögu, er nú gert ráð fyrir að gjaldtaka hefjist við 10 ára aldur eða frá sama tíma og börnum er heimilt að sækja sundlaugar án þess að vera í fylgd með fullorðnum.
2. Búið að taka út upplýsingar um salarleigu í Duus húsum enda yfirleitt um tilboð að ræða í þá sali sem og aðra sali s.s. í Hljómahöll og víðar.
3. Allt sem heitir frítt eða ókeypis dettur út enda á það ekki heima í gjaldskrá
4. Sama á við um kaflann um umönnunargreiðslur til foreldra, sem ekki er gjaldstofn heldur styrkur líkt og hvatagreiðslur og á ekki heima í gjaldskrá.
Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi.
Til máls tóku Jóhann Sigurbergsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kristján Jóhannsson, Halldóra Hreinsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson og Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri.
Breytingatillaga á gjaldskrá Reykjanesbæjar 2015 samþykkt 11-0. Gjaldskrá Reykjanesbæjar fyrir árið 2015 sbr. 2. mál 1. í fundargerð bæjarráðs frá 27/11´14 samþykkt 11-0 með áorðnum breytingum.
Fundagerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.
2. Fundargerð barnaverndarnefndar 24/11´14 (2014020157)
Fundargerðin lögð fram án umræðu.
3. Fundargerð fræðsluráðs 28/11´14 (2014010165)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina: Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Böðvar Jónsson, bæjarstjóri Kjartan M. Kjartansson og Ingigerður Sæmundsdóttir. Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 18/11´14 (2014010822)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
5. Fundargerð stjórnar SSS 18/11´14 (2014010042)
Fundargerðin lögð fram án umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.