467. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 16. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Davíð Páll Viðarsson varabæjarfulltrúi, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri, Hjörtur Zakaríasson fundarritari og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.
1. Fundagerðir bæjarráðs 4/12 og 11/12´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar. Til máls tóku Friðjón Einarsson og Kristinn Jakobsson. Fundagerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð atvinnu- og hafnaráðs 10/12´14 (2014010256)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
3. Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 8/12´14 (2014010742)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kristinn Jakobsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kjartan M. Kjartansson, Guðbrandur Einarsson og Friðjón Einarsson. Samþykkt 11-0 að vísa fundargerðinni til bæjarráðs.
4. Fundargerð fræðsluráðs 12/12´14 (2014010165)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson og Kjartan M. Kjartansson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Fundargerð menningarráðs 11/12´14 (2014010159)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson og Friðjón Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 10/12´14 (2014010200)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Sérstaklega er tekið fyrir 2 og 3. mál í fundargerðinni ,,Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi sunnan Fitja" samþykkt 11-0 Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti án umræðu.
7. Fundagerðir stjórnar BS 1/12 og 9/12´14 (2014010709)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar. Fundagerðirnar lagðar fram.
8. Fundargerð stjórnar DS 26/11´14 (2014011012)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
9. Fundargerð stjórnar SS 10/12´14 (2014011013)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
10. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og sameiginlega rekinna stofnana 2015 - fyrri umræða (2014120008)
Forseti gaf orðið laust um fjárhagsáætlunina. Til máls tók Kjartan M. Kjartansson er fylgdi áætluninni úr hlaði. Til máls tók Magnea Guðmundsson er lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ leggja til að hætt verði við afnám umönnunargreiðslna.
Sjálfstæðismenn leggja einnig til að ekki verði farið í framkvæmdir við nýtt tjaldstæði. Lagt er til að tillögunum verði vísað til bæjarráðs.
Magnea Guðmundsdóttir, Ingigerður Sæmundsdóttir, Böðvar Jónsson og Baldur Guðmundsson
Til máls tóku Böðvar Jónsson, Kristinn Jakobsson, Guðbrandur Einarsson og Friðjón Einarsson er lagði fram eftirfarandi bókun:
Sú áætlun sem nú liggur fyrir er að öllu leyti byggð á þeim tillögum sem komu fram í skýrslu fagaðila undir nafninu Sóknin. Þessi áætlun boðar ekki nein sérstök gleðitíðindi, álögur á íbúa hækka, fjárfestingar minnka og reynt er að koma í veg fyrir aukningu kostnaðar eins og kostur er. Farið er í þessar aðgerðir af illri nauðsyn að höfðu samráði við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna og með hennar samþykki.
Helstu niðurstöður:
Helstu breytingar frá fyrri áætlunum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gera ráð fyrir aukinni framlegð bæjarsjóðs á árinu 2015, 2016 og 2017 um samtals 2.3 milljarða sem er í takt við áætlanir Sóknarinnar. Framlegð A og B hluta fyrirtækja bæjarsjóðs eykst á sama tíma um samtals 2.4 milljarða sem er einnig í takt við áætlanir Sóknarinnar. (sjá meðfylgjandi greinargerð)
Það jákvæða við þessa áætlun er að náist markmið hennar mun rekstur sveitarfélagsins skila afgangi sem nýttur verður til niðurgreiðslu skulda og aukinnar þjónustu við íbúa þegar að fram líða stundir. Það er breyting frá því sem verið hefur. Það mun gera rekstur sveitarfélagsins sjálfbæran og koma sveitarfélaginu á rétta braut á nýjan leik.
Mikil samstaða hefur ríkt í bæjarstjórn við gerð þessarar fjárhagsáætlunar og er það von okkar að sú samstaða haldi áfram.
Sérstaklega viljum við þakka starfsmönnum Reykjanesbæjar fyrir mikla þolinmæði á erfiðum tímum en án þeirra hefði Sóknin orðið marklaust plagg.
Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir,
Anna Lóa Ólafsdóttir, Elín Rós Bjarnadóttir, Davíð Páll Viðarsson
Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Ingigerður Sæmundsdóttir og Elín Rós Bjarnadóttir Tillögur sjálfstæðismanna að vísa tillögum um umönnunargreiðslur og tjaldstæði til bæjarráðs samþykkt 11-0.
Fjárhagsáætluninni 2015 vísað til síðari umræðu 30 desember n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið.