469. fundur

07.01.2015 11:02

469. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 6. janúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Böðvar Jónsson, aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon, aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson, aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson, aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson, aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson, aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson, aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir, aðalbæjarfulltrúi, Kjartan M. Kjartansson, bæjarstjóri, Hjörtur Zakaríasson, fundarritari og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.


1. Fundargerð bæjarráðs 18/12´14 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

2. Fundargerð barnaverndarnefndar 15/12´14 (2014020157)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 15/12´14 (2014010742)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

4. Fundargerð stjórnar SSS 17/12´14 (2014010042)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin lögð fram án umræðu.

5. Tilnefning varabæjarfulltrúa og kosning fulltrúa í atvinnu- og hafnaráð fyrir Sjálfstæðisflokkinn (2014120233)

Með vísan til 39. gr. um stjórn Reykjanesbæjar samþykkir bæjarstjórn að veita Björk Þorsteinsdóttur varabæjarfulltrúa lausn frá störfum í bæjarstjón að eigin ósk út kjörtímabilið og mun Ísak Ernir Kristinsson sem er 9 .maður á lista Sjálfstæðisflokksins taka sæti sem varabæjarfulltrúi og mun honum verða veitt kjörbréf.

Breyting í nefndum á vegum Sjálfstæðisflokks: Tillaga kom um Hönnu Björg Konráðsdóttur sem aðalmann í atvinnu og hafnarráð í stað Bjarkar Þorsteinsdóttur og var hún sjálfkjörin.

Tillaga kom um Jóhann Snorra Sigurbergsson sem aðalmann í Umhverfis- og skipulagsráð í stað Guðmundar Péturssonar og var hann sjálfkjörinn.

Fleira ekki gert og fundi slitið.