470. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 20. janúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Böðvar Jónsson, aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon, aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson, aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson, aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson, aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson, aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson, aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir, aðalbæjarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson, fundarritari, Kjartan M. Kjartansson, bæjarstjóri, Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar
1. Fundargerðir bæjarráðs 8/1 og 15/1 2015 (2014010041)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðir bæjarráðs. Til máls tóku Kristinn Jakobsson, Böðvar Jónsson, Árni Sigfússon, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundagerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð menningarráðs 8/1 2015 (2015010095)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Baldur Guðmundsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
3. Fundargerð Íþrótta- og tómstundarráðs 13/1 2015 (2014010822)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
4. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs 9/1 2015 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Magnea Guðmundsdóttir og Friðjón Einarsson. Forseti óskaði eftir að greitt verði sérstaklega atkvæði um 7. mál ,,Fitjalína 2", 9. mál ,,deiliskipulag Grófin-Berg-breyting og 10. mál ,,Stækkun á byggingarreit Valhallarbraut 869, Verne Holding". Ofangreind mál samþykkt 11-0. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir sjónarmið fulltrúa flokksins í umhverfis- og skipulagsráði í 11. máli að þeir telji ekki ástæðu til að fresta því að setja deiliskipulagið í auglýsingu.
5. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. 8/1 2015 (2015010510)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.